.
FJALLAFANG

  Landmannalaugar.info Google

 

 


 


ATH! Allt hér fyrir neðan er sagnfræði og ber að lesast sem slíkt. Fyrirtækið heitir að vísu enn Fjallafang en þeir meðlimir þess sem vinna á fjöllum, eru ekki lengur Smári og Nína, heldur Haraldur og Guðrún. Nú eru það þau sem ráða vöruúrvali og verði og vel flestu öðru.

Fjallafang heitir fyrirtækið sem rekur búðina og upplýsingamiðstöðina í Landmannalaugum.  Starfsemin fer fram í tveimur grænum skólarútum, sem ekið er uppeftir á sumrin og svo aftur til byggða á haustin.  Þeir meðlimir Fjallafangs sem vinna á fjöllum eru Smári og Nína, sama fólkið og gerir heimasíðu þessa. 
Hún er afrakstur 15 ára starfsemi á svæðinu, í Fjallafangi.

2006-07

Á þessi ári munu Sverrir og Jón Ófeigur gerast aftur og á ný fiskimenn og útvega þeim bleikjuflök, sem verða búnir að panta.

2005

Það verður í megindráttum boðið upp á sömu vörur, verð og þjónustu í verslun okkar eins og tvö síðustu sumur. Úrval af heilsuvörum verður aukið, einkum á helstu soja-vörum.
Það er allt útlit fyrir að gasmál verði í góðum málum hjá okkur og öðrum landsmönnum þetta sumarið.
Minjagripir eru ekki á dagskránni, nema þeir séu hagnýtir, eins og margur góður lopavarningur og póstkort. Þó viljum við með stolti kynna til sögunnar loðsilunga sem listamaðurinn Marian Edna Gierman hannaði og framleiddi sérstaklega fyrir þessa verslun. Þeir verða vart fleiri en tíu talsins, hvergi annarsstaðar fáanlegir, þæfðir úr íslenskri ull.

Kaffi, te og kakó er það eina sem við bjóðum upp á heitt. Upplýsingar veitum við fúslega eftir því sem við höfum vit á og tíma til.
Veiðileyfi seljum við áfram og höfum ekki enn heyrt annað en að þau haldi áfram að vera ódýr.

Hvað er í boði:

Í búðinni 2008:
      

Ætilegt:
Eftir sem áður verður nýveidd bleikja á boðstólum, þá daga sem nóg hefur veiðst, framyfir pantanir.  Hún verður ekki elduð á staðnum. 
Enginn heitur matur verður í boði nema e.t.v. súpa í hádeginu. 
Hinar sívinsælu langlokur og runstykki
langloka Langloka með ost og skinku 350kr.

verða til staðar og væntanlega á sama verði og síðast (250-350 kr.). 
Kaffi, te og kakó á 200 kr. 
kaffi-té-kakó
Framboðið af köldum drykkjum helst óbreytt en við ætlum að auglýsa safana betur en gosdrykkjadrullið. 
( Þér áfengisunnendur eigið engan séns hjá okkur nú sem fyrr.  Pillinn verður að duga ykkur.)

Sælgætisúrvalið verður svipað og það var: innlent, erlent, hollt eða óholt eftir aðstæðum, frumstæðustu orkugjafar og fínasta munngát. 
Brauðmeti kemur ferskt frá bakaríinu á Hellu 6 sinnum í viku. 
Dæmi um vöruúrval og verð.
kanilsnuš Kanilsnúður100 kr.
kleinur Kleina
vinabrauš Vínarbrauð 100-120kr.
lavacake Súkkulaðibítakaka 180kr.
terta Djöflaterta 120-150kr.

Mjólkurvörurnar er erfiðara að útvega, en við skulum gera okkar besta og reyna að eiga alltaf eitthvað til. 
ostur
Sama gildir um grænmeti og ávexti, í þ.m. 2-3 tegundir. 

Bakpokamatur verður með sama sniði:  morgunkorn, núðlur, súpur, dósamatur, grjón, þurrkaðir ávextir og hnetur og eitthvað fleira. 
Nú aftur skal alltaf verða til harðfiskur, en hvort hann verður frá Ísafirði eða Akranesi eða bæði, er ekki enn vitað. 
Við ætlum ekki að vera með pylsur!

Óætt:
Gas og annað eldsneyti til eldunar, var til á landinu í fyrra. Við höfum ekki frétt af neinni nýrri kreppu á þeim markaða, þannig að við reiknum með að vera með gas og spritt fyrir sem flestar tegundir eldunaráhalda. 

Mamma/tengdamamma er búin að vera dugleg að prjóna lopapeysur á flöskum.


floskupeysur
Verksmiðju-sokkar,-treflar og -vettlingar verða líka til sölu. 

Við erum að kynna okkur útbúnað göngufólks, þannig að búast má við meiru en bara plástri, varasalva og skóreimum í sumar.  
Svo verðum við með kerti, spil, póstkort og smokka, svo engum þurfi að leiðast í vondum veðrum og úrval af landakortum svo enginn þurfi að villast.

Loksins - Kort fyrir göngufólk. Ef maður er ekki ánægður með hlutina, þá verður maður bara að gera þá sjálfur. Nú erum við, Nína og Smári, búin að gera göngukort um Landmannalaugasvæðið. Auðskilið, upplýsandi og fallegt. Þetta mun koma að gagni (nema fyrir nákvæmar mælingar, því kortið er unnið fríhendis).

Þeir sem reykja geta haldið áfram að draga sinn djöful, en hann kostar mikið af peningum hjá okkur. 
Neftóbak eigum við handa Klemenzi og fleirum ef verða vill.


Í upplýsingamiðstöðinni:

Frá upplýsingamiðstöðinni á Hellu fengum við daglega nýjustu veðurfréttir, prentaðar út af netinu. 
Við eigum ekki von á öðru en að fá þær líka í sumar.  Nýjasti Mogginn kemur með sömu rútu og veðurspáin, þ.e. um eitt-leitið. 
Á ferð um Ísland og aðrir helstu upplýsingabæklingar verða til og eru ókeypis.  Tilkynningum um ferðaþjónustu og viðburði á Suðurlandi verður reynt að finna eitthvað pláss, eftir því sem þær berast. 
Sérhver lófastór blettur í rútunni verður notaður, nema gluggarnir, því útsýnið er heilagt. 
Borð og bekkir verða á sínum stað, bæði innan rútu og utan.  Stolt okkar, hið sérhannaða, þríeina Landmannalauga-landakort, með mælistikum sínum, verður á sama stað og síðast. 
Jarðfræði-, fugla,- og gróðurkort af landinu öllu, ásamt fleiri kortum og loftmyndum munu þekja loftið. 
Afþreyingar-bókasafnið í járnskápnum stendur öllum opið og vonandi verðum við búin að útbúa fleiri ljósrituð hefti með fróðleik um svæðið. 
Uppflettirit og fræðibækur eru hinsvegar á bak við búðarborðið. 
Þar fást líka stutt svör við spurningum um veiði, þó að búðarmaðurinn sé orðinn hundleiður á því umræðuefni:) meira

 
kort 

 

Reykt og


grafin bleikja

úr vötnum svæðisins. Ein vinsælasta vörutegundin síðustu 14 ár. Skyldum við ná að hafa það á boðstólum þetta sumar líka?

flatkakaHeimabakaðar flatkökur með heimareyktum silungi eru sælgæti! Alltaf uppselt.

ullfiskar

lamb
Loðsilungar og þæfð rolla  eftir Marian Ednu.

map for hiking

Uppselt!


 
   Nína Ivanova & Ómar Smári Kristinsson © 2003—2011


last updated - 01.10.2011