FRÉTTIR - NEWS


  
 


 


OKKAR BÆKUR


Sumarið 2003 var gerð
skoðanakönnun í verslun

Fjallafangs
í Landmannalaugum.
  Nú er búið að vinna skýrslu
útfrá henni.  Hún kallast
"Fjölmenni í óbyggðum"

Nú getur þú sótt
könnunina
á netinu :
við gefum hana
öllum sem vilja

Doc.2.098 kb
Rar 2.169
Zip 2.494


 Hegðun í akstri á hálendi  Íslands

bók
Ókeypis bók!
...Nú er svo komið að þessa 62 daga á ári sem ég ek um vegi afréttarins, er ég í lífshættu...

 Torfi

 

101 andlitsteikning á léttum nótum
 

á Landmannalaugar.info
á íslenskum síðum
allsta­ar
 
 
 
Vegavinna

Landvarsla

Ve­urfar

SnÝkjudřr Ý lauginni

StÝgager­

Nřju skiltin Nßtt˙ruverndar

Lanmannalaugag÷ngukort Fer­afÚlagsins

K÷fun Ý H÷f­avatni
Myndir

Framhald af Laugaveginum

G÷ngulei­akort af Landmannalaugum og
umhverfi


Fersk fjallableikja

Orkuvinnsla ß
Torfaj÷kulssvŠ­inu

 
 


forward


16.11.04

Vegaslóðanefnd.

Nú verður gert átak í að sporna við utanvegaakastri.   Umhverfisráðherra er búinn að skipa nefnd sem kallast Vegaslóðanefnd.   Hlutverk hennar er að koma skikki á þessi mál.   Eitt aðal vandamálið sem fyrir hendi er, er það hversu illa hálendisvegakerfið er skilgreint.>>>meira


09.11.04

Nasablóðiglur

Blóðiglurnar, eða ögðurnar, sem settu svo illan svip á síðasta sumar, létu aðeins til sín taka þetta árið.   Það var þó ekki fyrr en sumrinu var að ljúka.   Ekki vitum við um nein alvarleg tilfelli.   Karl Skírnisson líffræðingur heldur að það geti verið að koma fram nýjir stofnar sem séu skaðlegir taugakerfi spendýra.   Ekki eru allir kollegar hans á sama máli.   Laugin var mikið sótt, þrátt fyrir áhyggjur þeirra sem þekktu til frá í fyrra.   Viðvörunarskilti um sundkláða drógu ekki úr aðsókninni, því þau komu ekki fyrr en í ágústlok.

 

Sjálfboðaliðastarf

Alþjóðlegu sjálfboðaliðasamtökin BTCV, sem aðallega eru skipuð Bretum, voru annað sumarið í röð mjög virk í Landmannalaugum.   Í þetta sinn voru teknar í gegn uppgöngurnar í Laugahraunið, bæði inni í Grænagili og sú fyrir ofan skálann.   Síðarnefnd hefur í gegnum tíðina verið mörgum ófótvissum ferðalanginum skeinuhætt.   Nú eru þar þessar fínu grjóttröppur.   Í samstarfi við landvörðinn voru nokkrar helstu dagleiðirnar í nágrenninu stikaðar.   Eins reyndu þau að flikka aðeins upp á Laugaveginn, þar sem hann er farinn að láta mikið á sjá.


gonguleid

Skemmd undan vetrarumferðNEW

Snjóleysið sem var síðastliðinn vetur hafði ljót áhrif á yfirborð jarðar á Landmannaafrétti.   Eða réttara sagt voru það ökumenn sem óku tækjum sínum á of þunnri eða engri snjóhulu.   Djúp för í grónum jarðvegi eru víða á áberandi stöðum.   Skemmdir í þessu magni hafa ekki átt sér stað áratugum saman og landið verður áratugi eða -hundruð að jafna sig.

Dauði ferðalangs

Þrátt fyrir veðurblíðuna þetta sumarið, komu kuldaköst með úrkomu.   Slíkt kuldakast varð manni að aldurtila á svæðinu milli Landmannalauga og Hrafntinnuskers.   Þetta var illa búinn Ísraeli, ungur að árum.   Þrátt fyrir viðvaranir skálavarðar ákvað hann að ganga Laugaveginn.   Þeir sem síðastir sáu hann á lífi sögðu að hann hafi ekki hirt um að fylgja merktri slóðinni.   Þegar hann svo villtist, tókst honum að hringja í systur sína í útlöndum, sem svo gerði viðvart á Íslandi og var staðarákvörðunin ekki upp á marga fiska.   Þetta var ekki eini ferðalangurinn sem var of illa búinn miðað við aðstæður.   En það sem bjargaði hinum var að þeir tóku tilsögn.

Gabbútkallið

Í sumar var stórt gabbútkall, þar sem tuttugu magaveikir Frakkar ásamt íslenskum fararstjóra sínum áttu að vera týndir einhversstaðar á sunnanverðu hálendinu.   Allt var sett á annan endann.   Landmannaafréttur fór ekki varhluta af þessum glæp.   Björgunarsveitarmenn kembdu svæðið og óku sumstaðar utan vega í leit sinni.   Þess eru dæmi að aðrir ökumenn hafi séð förin og elt þau í þeirri vafasömu trú að þar væri um veg að ræða.   Þannig kostaði gabbið ekki aðeins ógrynni af peningum, heldur einnig misþyrmingu á landi.


Ástand vega

Þetta sumarið voru vegirnir vondir.   Þónokkuð var um úrrennsli á torfærari slóðunum og stofnvegirnir einkenndust af holum og þvottabrettum.   Þannig var ástandið á flestum vegum Landmannaafréttar og nærliggjandi svæða.   Það kvað svo rammt að holunum að þegar fólk slaðaðist í Landmannalaugum, var ekki talið verjandi að hossast með það í sjúkrabíl, heldur varð að kalla út þyrlu.   Hinir fáu en snörpu rigningardagar, ásamt þungri umferð, voru megin holuvaldurinn en ekki bætti það vegina að á sumum þeirra var haldin rallkeppni.

vondur vegur


Rallkeppni

Þetta sumar, eins og undanfarin, var haldin rallkeppni á Landmannaafrétti, að hluta til innan friðlandsmarka.   Sá sem þessa frétt skrifar hafði ekki, frekar en aðrir sem á svæðinu starfa, áhuga á því hverjir sigruðu í keppninni, heldur á framkvæmdinni sjálfri.   Almennar áhyggjur ríktu meðal ferðaþjónustuaðila á þeirri þróun hve mikil skörun eigi sér stað á ferðamannatíma og rallkeppni.   Þettað árið fór hún fram föstudaginn 20. ágúst.   Hún hafði áhrif á áætlunarbifreiðina og fjölda erlendra ferðamanna sem ekki gátu vitað af keppninni.   Bæði áttu sér stað millifærsla eldsneytis og utanvegaakstur innan friðlandsmarka.   Þarmeð fuku skilmálarnir gagnvart Umhverfisstofnun.   Vegirnir spilltust.   Veghöldar, þ.e. vegagerðin og sveitarfélagið gáfu sitt leyfi en sáu ekki um að laga vegina.   Sýslumannsembættið leyfði rallið með þeim fyrirvara að Umhverfisstofnun, vegagerð og sveitarfélag segðu ekki nei.   Þau sögðu hinsvegar já afþví sýslumaður var búinn að leyfa það.   Næsta sumar verður hugsanlega uppröðun leyfisveitinganna stokkuð upp, því engin þessara stofnanna segist kæra sig um rall á friðlandinu.

ralli


Brúðkaup í Landmannahelli

Landvörðurinn Helgi og fyrrverandi skálaverjan og núverandi stórsöngkonan María létu gefa sig saman við munna Landmannahellis í blíðskaparveðri, þann 21. ágúst í sumar.   Þau komu í hlaðið á hvítum (Hraun)hestum til prestsins.   Það var séra Sigurður í Odda.   Á eftir fór fram risavaxin átveisla með tónlist og ræðuhöldum.   Um miðnætti var tendrað bál og ýmis skemmtan var iðkuð fram á morgum, meðan einhverjir stóðu uppi.   Systir Helga stjórnaði samkundunni með reisn, íklædd landnámskvennafötum.

wedding

Veiðieftirlit

Þetta sumar fór fram strangt veiðieftirlit við vötn á Landmannaafrétti sunnan Tungnaár.   Það voru meðlimir Fjallafisks ehf, Kata og Nils, sem fóru með það fyrir hönd veiðifélags Landmannaafréttar og bar þeim vel í veiði við að veiða veiðiþjófa.   Þarna eru gjöful fiskivötn sem lítið kostar að veiða í.   Samt hafa menn séð ástæðu til að reyna að sleppa við að borga fyrir það eða viljað prútta verðið niður.   Nú heyrir slíkt sögunni til.   Fólki til fróðleiks, þá er hægt að kaupa leyfin í Landmannahelli hjá skálaverði eða í Landmannalaugum á opnunartímum búðarrútunnar.   Trúlega verður líka hægt að nálgast þau áfram í Skarði í Landsveit.

Veðurfar

Gott veður var í sumar.   Auðvitað komu kaflar með hvassviðri, rigningu og snjó (m.a.s. eitt mannskaðaveður í orðsins fyllstu merkingu), en sól og blíða voru algengari.   Gróður fór vel af stað, enda hafði hann til þess bæði maí og júní en seinnipart sumars var orðið helst til þurrt á honum.   Ferðafólk kunni vel að meta blíðuna en sá sem þetta skrifar var stundum feginn að geta verið inni í sinni búðarrútu í mestu hitunum.   Fimm daga í röð komst hitinn í Landmannalaugum upp í 24 gráður og einu sinni einni gráðu betur.   Þegar þetta er ritað er nýafstaðið gífurlegt moldrok á Suðurlandi.   Ekki veit ég hvort frost og snjór hafa náð að bjarga afréttinum frá því að fara á haf út.

sun


Hófsvað

Hópur ævintýramanna úr Rangárþingi átti sér þann draum að aka á jeppum sínum yfir Tungnaá á Hófsvaði.   Þeir létu verða af því aðra helgina í október 2004.   Þetta tókst víst bara ágætlega en mikið meira vitum við ekki um það enda vorum við ekki þar.   Hitt vitum við að þarna er vandratað vað yfir vatnsmikla á og er þetta utan dagskrár fyrir venjulegan almenning á fjallarúntinum.
09.11.04


Við erum komin í samband aftur!

09.11.04


Farin áleiðis á fjöll...

Vegna lítilla snjóa er vel hugsanlegt að við verðum með opið hjá okkur um miðjan júní.

19.05.04

Myndir

Nú verður flott hjá okkur: myndir eru komnar á sinn stað. Þær eru í bland ljósmyndar og listaverk, en við nennum ekki að flokka þær nánar.
02.05.03

go to Myndir

upp

  Litlar sögur

Ljótir andarungar
og litlar gular hŠnur
hæna
Nöldur og nagg
fiskur
Blandaðir ávextir
diskur
Örverpi
egg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  
   Nína Ivanova & Ómar Smári Kristinsson © 2003—2008


last updated - 29.04.2017     

29.04.2017