Heim
Tónlistarsafn "Melódíur minninganna" á Bíldudal

 Tónlistarsafn "Melódíur minninganna" er staðset í Reynimel, Tjarnarbraut 5 á Bíldudal.
Frá júní til september er safnið opið frá kl. 13-18 alla virka daga og eftir samkomulagi um helgar.
Síminn er 456 2186.
Svo er líka hægt að banka á hurðina á gamlan máta.

 
 Myndir af safni eru eftir Axel Förster:

alt

alt

alt


 
 
Bókin "Melódíur minninganna" sem kom út í Vestfirsku forlagi árið 2008

Jón Kr. Ólafsson er merkisberi alþýðunnar á listasviðinu. Hann fékk tónlistargáfu og listhneigð í vöggugjöf. Þessar gáfur hefur hann varðveitt og þroskað af stakri trúmennsku.
    Fyrir strák í litlu sjávarþorpi vestur á fjörðum sem var að vaxa úr grasi um miðbik 20. aldar þótti eðlilegast að fara á sjóinn eða verka fisk í landi. Hann tók síðari kostinn, hélt sig heima í þorpinu sínu nærri móður sinni og ól síðan önn fyrir öldruðum stjúpföður þegar starfskraftar hans voru á þrotum.
   Jón Kr. hefur verið trúr heimahögunum alla tíð og lagt drjúga hönd á margt sem komið hefur samfélaginu til góða.
   Söngurinn hefur ætíð átt hug hans og verið í senn dægrastytting og hrein ástríða. Mér segir svo hugur að þegar nafn Bíldudals ber á góma í framtíðinni eigi margir eftir að tengja staðinn við nafn Jóns Kr. Ólafssonar og félaga hans í hljómsveitinni Facon, sem stimpluðu nafn Bíldudals rækilega inn á tónlistarkortið á síðari hluta 20. aldar.

Jónatan Garðarsson

 Bók Melódíur minninganna

 

 
Afritunarréttur © 2016 Jón Kr. Ólafsson - Melódíur minninganna. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.