Ferðaskilmálar og reglur
Staðgreiða þarf í allar ferðir, verkefni og námskeið við bókun, nema annað sé tekið fram.
Verð í ferðir og námskeið félagsins er sett fram með tvennum hætti: Annars vegar fyrir félagsmenn FFÍ og hins vegar fyrir þá sem ekki eru skráðir félagsmenn. FFÍ áskilur sér rétt til að innheimta árgjald félagsins eða mismun almenns verðs og félagsverðs hafi félagsverð verið greitt án virkrar félagsaðildar.
1.
2.
3.
4.
Ferðafélag Ísfirðinga - ferðaáætlun 2021
ALLIR eru velkomnir - félagsmenn jafnt sem aðrir
1. Söguferð um Þingeyri og ganga upp á Sandafell
15.maí kl.10 við íþróttamiðstöðina á Þingeyri.
Bæjarrölt um Þingeyri og gengið upp á Sandafell í lok ferðar.
Fararstjóri: Gunnhildur Björk Elíasardóttir
2. Kaldalón – Reykjarfjörður – Kaldalón.
22.maí - 24.maí. Mæting kl: 10 við Mórillubrú í Kaldalóni
Verð 35.000/40.000.
Gengið á skíðum yfir Drangajökul.
Gist í húsi í 2 nætur í Reykjarfirði.
Skráning og staðfestingargjald kr. 10.000 greiðist fyrir 17.maí
thrj55@gmail.com
Innifalið svefnpokagisting og fararstjórn.
Hámark 20 manns.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
3. Söguferð um Suðureyri fyrir (h)eldri borgara 60+
5. júní, lagt af stað frá Bónus kl.10. 1,5 – 2 tíma ganga.
Veitingar í lok gönguferðar.
Fararstjórar: Jóhannes Aðalbjörnsson og Emil Ingi Emilsson
4. Seljadalur
12.júní kl. 10. Á einkabílum frá Skarfaskeri.
Gengið upp í Seljadal.
Sagt frá örnefnum og því helsta um verbúðir á svæðinu.
Fararstjóri: Emil Ingi Emilsson
5. Klofningsheiði, Flateyri - Staðardalur
19.júní kl. 9. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjórar: Ragnar Ágúst Kristinsson og Jónína Eyja Þórðardóttir.
6. Vatnadalur í Súgandafirði
26.júní kl. 10. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjórar: Jóhannes Aðalbjörnsson og Emil Ingi Emilsson
😉
7. Napi
3.júlí kl: kl. 8 á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Gengið frá Melanesi upp Sjöundárdal á fjallið Napa austan Rauðasands.
Fararstjóri: Magnús Valsson
8. Skálmardalsheiði, Skálmardalur – Gjörvidalur
10.júlí kl. 8.. Á einkabílum frá Bónus Ísafirði, bílar geymdir við Gjörvidal.
Kl. 10 í Gjörvidal.
Skráning fyrir 1.júlí á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Verð auglýst síðar.
Fararstjóri: Marinó Hákonarson
9. Gullhúsá – Grunnavík
17.júlí kl. 8. frá Sundahöfn á Ísafirði.
Gengið frá Gullhúsá yfir í Grunnavík.
Þorpsganga um Grunnavík og inn að Stað
og Faxastöðum ef tími vinnst til.
Boðið upp á kjarngóða og ljúffenga súpu á heimleið.
Skráning fyrir 7.júlí á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Verð auglýst síðar.
Fararstjóri: Emil Ingi Emilsson
10. Lokinhamradalur – Haukadalur
24.júlí kl. 9:30. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði í Lokinhamradal.
Fararstjóri: Þórir Örn Guðmundsson
---------------
Gönguhátíð í Súðavík 30. júlí – 2.ágúst
11. Álftafjörður - Önundarfjörður
30.júlí kl. 8:30. Mæting við búðina í Súðavík kl:08:30.
Gengið milli Álftafjarðar og Önundarfjarðar
um Álftafjarðarheiði (Heiðarskarð) Göngutími er áætlaður 7 tímar.
Fararstjórar: Barði Ingibjartsson og Anna Lind Ragnarsdóttir
12. Súðavíkurfjall Arnarnes – Traðargil – Súðavík
31.júlí kl. 08:30 við búðina í Súðavík.
Gengið frá Arnardal um Súðavíkurfjall og komið niður
í Traðargilshvilft og niður til Súðavíkur. Vegalengd um10 km,
uppsöfnuð hækkun 700 m og göngutími er áætlaður 6-7 tímar.
Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson
13. Söguganga um Súðavík
1.ágúst kl. 9 frá búðinni í Súðavík.
Hámark 25 manns.
Fararstjóri: Anna Lind Ragnarsdóttir
14. Skálavík – Bakkaskarð – Galtaviti
1.ágúst kl. 9 á einkabílum frá búðinni í Súðavík.
Uppsöfnuð hækkun 880 m
6-8 tímar.
Vegalengd um 12 km.
Fararstjórar Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson.
15. Ögur – Skarðshlíð, útsýnisferð yfir perlur Ísafjarðardjúps
2. ágúst kl. 10.
Við samkomuhúsið í Ögri, verð kr. 1500,- , kaffiveitingar.
Hámark 12 manns.
Fararstjóri: Guðfinna Hreiðarsdóttir
16. Kofri
2. ágúst kl. 9. Á einkabílum frá búðinni í Súðavík.
Hækkun í 600m hæð.
Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson
Einnig verða í boði aðrar styttri göngur um svæðið
en þær verða auglýstar síðar.
-----------------
17. Hesteyri – Teista – Darri – Aðalvík
7. ágúst kl. 8.
Siglt frá Sundahöfn á Ísafirði til Hesteyrar og gengið í vestur á fjallið Teista,
Lækjarfjall og Darra og endað á Sæbóli í Aðalvík.
Þátttakendur skrái sig fyrir 1. ágúst á netfangið ferdafelag.isfirdinga.com
Verð auglýst síðar.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson
18. Hjólaferð
14. ágúst kl. 10 frá Bónus á Ísafirði.
Strembin hringleið (Dagverðardalur, Botnsheiði, Hestakleif, Syðridalur, Óshlíð)
fyrir fólk í sæmilegu formi á fjallahjólum.
Lengd 40 km, mesta hæð yfir sjávarmáli 687 m.
Tekur u.þ.b. 6 klst.
Á köflum er leiðin mjög brött og grýtt fyrir hjól.
Einungis verður farið ef veðurútlit er gott.
Láglendisleið verður höfð til vara.
Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson
19. Sjónfríð
21. ágúst kl. 9.
Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Sighvatur Jón Þórarinsson
20. Hestakleif – Miðhús
28. ágúst kl. 8.
Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði að Miðhúsum, ferjað þaðan.
Fararstjóri: Anna Lind Ragnarsdóttir
21. Grímsdalsheiði, Kvíanes í Súgandafirði – Hólsdalur í Önundarfirði
4.september kl. 9.
Við Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson
22. Holt, fjölskyldu- og fjöruferð
11.september kl.10 frá Bónus á Ísafirði
Fararstjórar: Edda Björk Magnúsdóttir og Jónína Eyja Þórðardóttir
17. Súpuferð
18.september kl. 10.
Mæting við MÍ.
Óvissuferð
Fararstjóri: Kemur í ljós!