Saga félagsins
Hermann Níelsson skrifaði neðangreint á Facebook síðu félagsins.
Ferðafélag Ísfirðinga var stofnað á Ísafirði 1949 og hlaut þá nafnið Ferðafélag Ísafjarðar. Þá var einungis búið á Eyrinni og varla vegir til nágrannabyggðanna. Á aðalfundi líklega 1995 var nafni félagsins breytt í núverandi nafngift og var hugsunin að höfða til allra íbúa Ísafjarðarsýslu eða gömlu sýslanna vestur og norður. Þá fráfarandi formaður Snorri Grímsson og sá sem tók við Jón Reynir Sigurvinsson voru sammála um þetta en því miður eru fundargerðarbækur „týndar“ eða finnast ekki enn allavega. Á n.k. fimmtudag verður framhaldsaðalfundur Ferðafélagsins kl. 20:00 í Menntaskólanum á Ísafirði. Tveir mánuðir eru liðnir frá fyrri hluta fundarins en þá voru eftirtaldir kjörnir í bráðabirðastjórn: Hermann Níelsson formaður, Védís Geirsdóttir og Þröstur Jóhannesson meðstjórnendur til að undirbúa framhaldsaðalfund og leggja fram frumvarp til laga og stjórnarkjörs. Stjórnin hefur haldið marga fundi og staðið fyrir sunnudagsgönguferðunum sem fjöldi fólks hefur tekið þátt í. Þátttakan hefur verið sjálfsprottin, áhugi og félagsþroski þeirra sem mætt hafa segir allt sem segja þarf um íbúana á Norðanverðum Vestfjörðum.
Elstu fundargerðirnar (1949 - 1957)
Stofnfundur var haldinn 8. Maí 1948. Boðaði til hans Árni Matthíasson í umboði Ferðafélags Íslands. Stofnfélagar voru 84. Í árslok 1949 voru félagar orðnir 105. Félagið fór í tvær skemmtiferðir sumarið 1949, aðra til Bolungarvíkur, hina inn um Djúp til Kaldalóns. Fararstjóri var Árni Matthíasson.
Aðalfund hélt félagið 14. des. 1949. Hrein eign þess var þá kr. 1.423,20.
Formaður félagsins er Þorsteinn Guðmundsson, ritari Guðjón E. Jónsson, gjaldkeri Árni Matthíasson, og meðstjórnendur Sigurður Dahlmann og Ingim. Guðmundsson. Þá er og starfandi ferðanefnd í félaginu, og annast Árni Matthíasson framkvæmdir þess. Ferðafélagið býður þessa nýju félagsdeild velkomna og telur, að hún hafi mikið verkefni fyrir höndum. Vestfirðir eru fjölbreyttir og merkilegt ferðamannahérað.
Ferðafélag Ísafjarðar hélt aðalfund sinn sunnudaginn 20, janúar 1952. Á aðalfundinum gaf framkvæmdastjóri félagsins skýrslu um störf félagsins á sl. Ári.
Lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar félagsins í árslok 1951 kr. 5.089,80.
Farnar voru 5 skemmtiferðir á árinu, sem allar tókust mjög vel.
Stjórn félagsins er þannig skipuð nú: Formaður Bjarni Sigurðsson, gjaldkeri Árni Matthíasson og ritari Páll Guðmundsson. Meðstjórnendur: Ingimundur Guðmundsson og Helgi Guðmundsson.
Góðir og gildir félagar 1. jan. 1952 voru 104.
hafði ekki borist skýrsla, er bókin fór í prentun. Árni Matthiesen gjaldkeri deildarinnar sagði í símtali, að erfitt hefði reynzt að halda uppi teljandi ferðastarfsemi frá Ísafirði, eins og samgöngum væri háttað. Með hinum nýja Vestfjarðavegi vænti hann þess, að aðrir og betri tímar færu í hönd.
Tvær deildir voru endurreistar á árinu [1979]. Voru það deildirnar á Ísafirði og Dalvík. Ísafjarðardeildin hafði ekki starfað í nokkur ár, félagatala hennar er 60 manns, formaður er Gísli Hjartarson.
Hér fer á eftir lausleg skýrsla Ferðafélags Ísafjarðar yfir þau 2 ½ ár sem félagið hefur starfað. Í byrjun voru félagar 60, en nú hefur talan tvöfaldast. Aðalstarf félagsins hefur tengst friðlandinu á Hornströndum og ferðum um það og hefur félagið lagt F.Í. m.a. til leiðsögumenn um þær slóðir. Á þessu 2 ½ ári hafa líka verið farnar nokkrar ferðir í nágrenni bæjarins, en því miður ekki nógu margar. Áætlanir hafa verið gerðar af stórhug, en sökum ónógrar þátttöku, eða öllu heldur skorts á heppilegum farartækjum, verið felldar niður margar fyrirhugaðra ferða.
Á liðnu ári voru farnar 9 ferðir á vegum félagsins eða með þátttöku þess. Má þar nefna skíðagöngu um Botnsheiði, ferð Bolvíkinga til Hesteyrar, gönguferð úr Hnífsdal til Bolungarvíkur um Heiðaskarð, auk Hornstranda- og Jökulfjarða. Voru þátttakendur í þessum ferðum alls um 230.
Í ár1982 eru á áætlun einungis 5 ferðir, en ætlunin er þó að þær verði fleiri. Verður það kynnt þegar þar að kemur. Stjórn félagsins skipa: Gísli Hjartarson, formaður, Hlíf Guðmundsdóttir, Rósa Hallgrímsdóttir, Jósep Vernharðsson og Snorri Grímsson. Þau Rósa og Jósep voru kosin á síðasta aðalfundi í stað Laufeyjar Waage og Halls Páls Jónssonar, sem voru í upphaflegu stjórninni. Þökkum við þeim gott samstarf. Með kærri kveðju til Ferðafélags Íslands og þökkum fyrir gott samstarf.
Snorri Grímsson.
Þótt ekki fari mikið fyrir Ferðafélagi Ísafjarðar á pappírunum er það ekki alveg búið að vera. Nú í ár gekkst félagið fyrir sex ferðum. Við fórum tvær gönguferðir í fyrravetur hér í nágrenni bæjarins og sumarferðirnar voru fjórar. – Göngudag fjölskyldunnar héldum við um leið og ungmennafélögin. Þetta er í fjórða skiptið sem við höldum göngudag og hefur hann alltaf verið vel sóttur. Við veljum okkur létta gönguleið, þar sem smábörn jafnt sem þeir eldri geta verið með. – Rútuferð, kvöldferð, fórum við út í Skálavík. Í þeirri ferð voru um 40 manns og er það fjölmennasta ferð félagsins til þessa. – Þá fórum við helgarferð þar sem gengið var um eyðibyggðir Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. – Síðasta ferð sumarsins var farin í september og var það berjaferð með Fagranesinu í Veiðileysufjörð.
Af fenginni reynslu höfum við ekki séð okkur fært að ákveða og auglýsa ferðir með margra mánaða fyrirvara og auglýsum því ekki í bæklingi F.Í. Við erum fá sem að ferðunum stöndum og okkur hefur reynst best að skipuleggja sumarferðirnar að vorinu með þeim sem áhuga hafa og með tilliti til þess hvenær fólk vill og getur farið. Því miður er það með F.F.Í. eins og svo mörg önnur félög að þar er meiri áhugi í orði en verki.
Hlíf Guðmundsdóttir
Hermann Níelsson skrifaði neðangreint á Facebook síðu félagsins.
Ferðafélag Ísfirðinga var stofnað á Ísafirði 1949 og hlaut þá nafnið Ferðafélag Ísafjarðar. Þá var einungis búið á Eyrinni og varla vegir til nágrannabyggðanna. Á aðalfundi líklega 1995 var nafni félagsins breytt í núverandi nafngift og var hugsunin að höfða til allra íbúa Ísafjarðarsýslu eða gömlu sýslanna vestur og norður.
Þá fráfarandi formaður Snorri Grímsson og sá sem tók við, Jón Reynir Sigurvinsson, voru sammála um þetta en því miður eru fundargerðarbækur „týndar“ eða finnast ekki enn allavega.
Á n.k. fimmtudag verður framhaldsaðalfundur Ferðafélagsins kl. 20:00 í Menntaskólanum á Ísafirði. Tveir mánuðir eru liðnir frá fyrri hluta fundarins en þá voru eftirtaldir kjörnir í bráðabirðastjórn: Hermann Níelsson formaður, Védís Geirsdóttir og Þröstur Jóhannesson meðstjórnendur til að undirbúa framhaldsaðalfund og leggja fram frumvarp til laga og stjórnarkjörs. Stjórnin hefur haldið marga fundi og staðið fyrir sunnudagsgönguferðunum sem fjöldi fólks hefur tekið þátt í.
Þátttakan hefur verið sjálfsprottin, áhugi og félagsþroski þeirra sem mætt hafa segir allt sem segja þarf um íbúana á norðanverðum Vestfjörðum.
BB frétt 2010 04.02.
Ferðafélag Ísafjarðar var endurreist í gær en það var upphaflega stofnað 1949. Þá náði starfssvæði þess yfir gömlu Ísafjarðarsýslurnar og er því opið öllum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum. Starfsemi félagsins hefur legið niðri um árabil en með auknum áhuga almennings á útivist hefur verið ákveðið að endurreisa þennan félagsskap. 23 manns mættu á aðalfund félagsins og gerðust nýir félagar. Kjörin var bráðabirgðastjórn sem falið hefur að undirbúa framhaldsaðalfund fyrir 1. maí. Stjórnina skipa þau Hermann Níelsson, Védís Geirsdóttir og Þröstur Jóhannesson. Ákveðið var á fundinum að fyrsta ferðin á vegum félagsins verður sunnudag. Þá verður farið í stutta gönguferð frá gönguskíðaskálanum í Seljalandsdal undir leiðsögn Þrastar Jóhannessonar. Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir. „Þetta verður um klukkutíma ganga sem verður táknræn fyrir byrjun endurreisnar félagsins,“ segir Hermann.
Starf Ferðafélags Íslands er fyrst og fremst byggt á sjálfboðastarfi. Starfið gengur út á skipulagningu ferða fyrir almenning, í öðru lagi útgáfu árbókarinnar sem fjallar um náttúru landsins og gönguleiðir, rekstur skála víða um landið. Heilmikið fræðslustarf og námskeiðahald félagsstarfseminni, náttúruvernd er að stefnuskrá félagsmanna. „Þetta er hugsjóna- og áhugamannafélag og hefur aldrei verið rekið og verður aldrei rekið sem ferðaskrifstofa,“ segir Hermann.
Frá Ferðafélagi Ísfirðinga
Kæri félagi,
Ferðafélag Ísfirðinga (FFÍs) var vakið upp af værum blundi í febrúar síðastliðnum og hefur staðið fyrir fjölsóttum gönguferðum um nær hverja helgi síðan þá. Félagið er deild í Ferðafélagi Íslands, það starfar í Ísafjarðarsýslunum báðum og af þeim er nafn félagsins dregið.
Nú eru yfir eitt hundrað manns skráðir í Ferðafélag Ísfirðinga, en þegar það var endurvakið voru fyrir á félagaskrá þess rúmlega þrjátíu manns samkvæmt félagaskrám frá skrifstofu FÍ. Bæði nýir félagar og þeir sem fyrir voru í félaginu fá að þessu sinni greiðsluseðil vegna félagsgjalda fyrir árið 2010. Ef þú kannast ekki við að vera félagi, vinsamlegast sendu þá tölvupóst á netfangið duggadugg(at)snerpa.is (netfang Rögnvaldar Þórs Óskarssonar, formanns FFÍs) eða hringdu í síma 456 5398 eða 846 7980 og greiðsluseðillinn verður felldur niður.
Árgjald í félagið er kr. 5.800,- og fá félagar afhenta árbók Ferðafélags Íslands eftir að það hefur verið greitt. Að þessu sinni fjallar hún um friðlandið að Fjallabaki og er – eins og endranær – hinn eigulegasti gripur. Einnig fylgir félagsskírteini FÍ, sem veitir félögum og fjölskyldum þeirra afslátt í allar ferðir FÍ og deilda þess, afslátt af gistigjaldi í skálum FÍ auk þess sem fjölmörg fyrirtæki veita afslætti. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu FÍ www.fi.is
Séu hjón eða sambýlisfólk bæði skráð í Ferðafélag Ísfirðinga, greiða þau eitt og hálft félagsgjald, fá tvö félagsskírteini en einungis eina árbók. Til að hafa reglu á hlutunum verður það hjóna/sambýlisfólks sem eldra er, rukkað um hálfa gjaldið.
Til stendur að koma upp heimasíðu fyrir félagið, sem á m.a. að verða vettvangur fyrir tilkynningar og fréttir af félagsstarfinu. Allar ábendingar um hvað félagsmenn vilja sjá á síðunni eru vel þegnar.
Ferðafélagið er þegar komið á Facebook, og slóðin er
http://www.facebook.com/#!/group.php?gid=317246047708&ref=ts
Þar hafa verið birtar upplýsingar um gönguferðir á vegum félagsins og á síðunni er einnig að finna fjölmargar myndir sem félagsmenn hafa tekið.
Í júnílok höfðu á fjórða hundrað manns tekið þátt í tólf göngum á vegum félagsins þar sem göngufólk hefur notið leiðsagnar heimamanna á hverjum stað. Það er ánægjulegt hversu vel menn hafa tekið í að segja frá sínum slóðum og nær undantekningarlaust boðist til að fara með fleiri gönguhópa á vegum Ferðafélagsins um sína heimahaga.
Á næstu mánuðum er stefnt að því að hafa gönguferðir um hverja helgi, en það ræðst af aðstæðum hvaða dag verður gengið. Farið verður til skiptis í léttar göngur sem henta flestum (eins til tveggja skóa göngur) og erfiðari göngur fyrir þá sem vilja reyna á gönguskóna (þriggja til fjögurra skóa göngur). Félagsmenn ættu því allir að geta fengið góðar göngur við sitt hæfi og stefnt er að því að hafa þær endurgjaldslausar áfram.
Með kveðju,
Stjórn Ferðafélags Ísfirðinga
Stjórn og nefndir Ferðafélags Ísfirðinga:
Stjórn:
Rögnvaldur Þór Óskarsson formaður
Barði Ingibjartsson varaformaður
Þorbjörg Gunnarsdóttir ritari
Dagný Sveinbjörnsdóttir gjaldkeri
Júlía Björk Þórðardóttir meðstjórnandi
Ólafur Jens Sigurðsson varamaður
Gunnhildur Gestsdóttir varamaður
Fræðslunefnd:
Hilmar Pálsson
Pernilla Rein
Göngunefnd:
Guðmundur R Björgvinsson
Hjörtur Arnar Sigurðsson
Þröstur Jóhannesson
fimmtudagur 29. apríl 2010
Ferðafélag Ísfirðinga kynnt
Föstudaginn 30. apríl fer síðasta Vísindaport þessa vetrar fram, enda sumarið á næsta leyti og próftímabilið í þann mund að hefjast í Háskólasetrinu. Það er því ekki úr vegi að huga að sumrinu, einkum og sér í lagi ferðalögum og útivist. Gestir þessa síðasta Vísindaports verða þau Pernilla Rein og Ólafur Jens Sigurðsson, félagsmenn í Ferðafélagi Ísafirðinga.
Fyrir tilstuðlan Heilsueflingar Ísafjarðarbæjar var Ferðafélag Ísfirðinga endurvakið í byrjun þessa árs, eftir að starfsemi þess hafði legið niðri í nokkur ár. Í erindi sínu munu þau Pernilla og Ólafur kynna félagið, markmið þess og starfsemi. Fjallað verður um það starf sem þegar hefur verið unnið á árinu í máli og myndum, en félagið hefur boðið upp á sex stuttar gönguferðir það sem af er árinu og hefur mætingin verið mjög góð. Á dögunum var aðalfundur félagsins einnig haldinn þar sem kosið var í stjórn og tvær nefndir, Göngunefnd og Fræðslunefnd. Í erindinu verður einnig fjallað um það sem fyrirhugað er á næstunni. Allir sem áhuga hafa á útivist og gönguferðir og langar til að kynna sér félagið eru hvattir til að mæta á kynninguna.
Félagar í Ferðafélagi Ísfirðinga eru nú 90 talsins og er félagið aðili að Ferðafélagi Íslands (FÍ). Félagar í Ferðafélagi Ísfirðinga eru sjálfkrafa félagar í FÍ og njóta allra kjara félagsins.
Vísindaportið fer fram í kaffisal Háskólaseturs líkt og venjulega og hefst kl. 12.10. Allir velkomnir.
Úr fyrstu göngu Ferðafélagsins frá því í vetur. Gengið var frá Seljalandsdal og upp á Sandafell.
https://www.uw.is/frettir/Ferdafelag_Isfirdinga_kynnt/
Ferðafélag Ísfirðinga vakið úr dvala (http://ganga.is)
Ferðafélag Ísfirðinga hefur verið vakið úr dvala eftir áralanga bið.
Félagið hefur staðið fyrir mörgum ferðum og hefur verið mjög vel sótt.
35 manns tóku þátt í fjórðu göngu Ferðafélags Ísfirðinga sem gengin var sunnudaginn 21.mars þar sem gengið var um Dýrafjörð. Gengið var um fjörðinn og skoðaðir voru helstu sögustaðir Dýrafjarðar, gengnir voru fimm kílómetrar og tók gangan um tvær klukkustundir.
Einnig var farið á söguslóðir Gísla Súrrssonar annan sunnudaginn í mars. Þetta var þriðja ganga félagsins. Í göngunni voru 45 manns og gengnir voru sex kílómetrar á tveimur klukkutímum með stoppum. Að sögn ferðalanganna var veðrið mjög gott, sólarglennur til að byrja með, en annars logn og milt.
Ferdafelagsganga Holt
Hluti hópsins sem fór í gönguna á söguslóðir Gísla Súrssona. Á myndina vantar hluta hópsins sem gekk út fyrir Holtsoddann. Mynd: Hilmar Pálsson.
------------------
16.06.10
Fjölskyldan á fjallið - HSV og Ferðafélag Ísfirðinga
Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland. Tilgangur verkefnisins er að fjölskyldur fari saman í fjallgönguferðir og verji því tíma sama um leið og lögð er rækt við útivist og líkamsrækt. Þau fjöll sem sambandsaðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi upp eru flest frekar auðveld uppgöngu en miserfið. Póstkassa með gestabókum er að finna á rúmlega tuttugu fjöllum víðsvegar um landið. Eru allir þátttakendur hvattir til að skrifa nafn sitt í gestabækurnar því heppnir göngugarpar verða dregnir úr þeim hópi og þeir veglega verðlaunaðir. Frekari upplýsingar um fjöllin og gönguleiðirnar er að finna á gagnvirku landakorti á vefnum www.ganga.is .
HSV og Ferðafélag Ísfirðinga ætla á sunnudaginn 20.júní að taka höndum saman og fara í göngu á Kaldbak við Dýrafjörð eitt af tveimur fjöllum sem eru á svæði HSV í fjölskyldan á fjallið. Hitt fjallið er Sauratindar sem eru upp af Sauradal og Arnadal (sjá á korti www.ganga.is). Í ferðinni verður gengið með póstkassa upp á Kaldbak þar sem fólk getur ritað nafn sitt í sumar og tekið þátt í fjölskyldan á fjallið leiknum. Fljótlega verður svo gengið með póstkassann upp á Sauratinda.
Hisst verður við íþróttahúsið Torfnesi kl 11:00 sunnudaginn 20.júní og þar verður sameinað í bíla. Keyrt verður yfir í Arnarfjörð og keyrt inn Fossdal. Gert er ráð fyrir að ganga af stað úr Fossdal kl 13:00.
HSV og Ferðafélag Ísfirðinga hvetur alla sem hafa áhuga á að mæta og taka þátt í göngunni. https://www.hsv.is/frettir/Fjolskyldan_a_fjallid_-_HSV_og_Ferdafelag_Isfirdinga/
bb.is | 13.07.2011 | 11:16
Ferðafélag Ísfirðinga á fullu skriði
Starfsemi Ferðafélags Ísfirðinga, sem var endurvakið á síðasta ári eftir sextán ár, hefur gengið vel síðastliðið ár. Á síðasta ári efndi félagið til 21 göngu sem í mættu 500 manns. Skráðir félagar í dag eru rúmlega 100. „Við höfum stefnt að því að vera með göngur um hverja helgi,“ segir Rögnvaldur Þór Óskarsson, formaður Ferðafélags Ísfirðinga, sem er að vonum ánægður með gengi félagsins. „Fjöldi þátttakenda hefur verið frá 10-30 manns en göngurnar eru miserfiðar. Við tökum oftast ekki gjald fyrir ferðirnar en það kemur þó fyrir en þá bjóðum við upp á rútuferðir og lærða leiðsögumenn.“
Allar ferðirnar hafa verið dagsferðir. „Það hefur verið stefna félagsins að fara hægt af stað og gera það sem við ráðum við til að halda starfseminni gangandi. Því höfum við haldið okkur við dagsferðir. Svo leyfum við félaginu og þróast og færum okkur yfir í stærri ferðir ef stemmningin verður þannig.“
Meðal ferða sem félagið hefur staðið fyrir í ár er gönguferð um Bolungarvík undir leiðsögn Kristins H. Gunnarssonar, gönguferð um Dýrafjörð undir leiðsögn Valdimars Gíslasonar og gönguferð um Önundarfjörð undir leiðsögn Helgu Dóru Kristjánsdóttur. Göngurnar eru misjafnar í erfiðleikastigi en félagið reynir að hafa auðveldar göngur inn á milli. „Það mættu yfir þrjátíu manns í gönguna um Önundarfjörðinn, enda var hún í léttara lagi og á sléttlendi. Þátttakendur voru á öllum aldri, elsti þátttakandi var kominn vel yfir sjötugt.“
Um næstu helgi verður gengið frá Tjaldanesi í Arnarfirði yfir í Kirkjubólsdal í Dýrafirði. Þessi ganga er í erfiðara lagi. „Þetta er fimm tíma ganga þar sem farið verður upp í 700 metra hæð, menn verða því að vera sæmilega á sig komnir til að taka þátt. Þórir Örn Guðmundsson, sagnfræðingur og leiðsögumaður, gengur með hópnum. Hann ætlar að sýna okkur elstu megin eldstöðvar á Íslandi í Tjaldanesdal.“
Ekki er nauðsynlegt að vera skráður félagi til að taka þátt, öllum er velkomið að vera með. „Við höfum tekið eftir að fólk er duglegt að draga vini og kunningja með í göngurnar. Við setjum engin skilyrði, bara koma og vera með, það er aðalatriðið.“
asta(at)bb.is
Frá Ferðafélagi Ísfirðinga
Kæri félagi,
Aðalfundur Ferðafélags Ísfirðinga var haldinn 31. mars sl., í húsakynnum Menntaskólans á Ísafirði. Skemmst er frá því að segja að stjórn félagsins var einróma endurkjörin. Í henni sitja Rögnvaldur Þór Óskarsson formaður, Barði Ingibjartsson varaformaður, Dagný Sveinbjörnsdóttir gjaldkeri, Þorbjörg Gunnarsdóttir ritari og Júlía Björk Þórðardóttir meðstjórnandi. Varamenn voru einnig endurkjörnir, þau Gunnhildur Gestsdóttir og Ólafur Jens Sigurðsson. Fjárhagsstaða félagsins er ágæt en eignir þess voru u.þ.b. 228.000,- kr. í árslok. Samþykkt var að hækka árgjaldið til samræmis við hækkun á árgjaldi í Ferðafélag Íslands, og verður það nú 6.300,- kr.
Félagar fá afhenta árbók Ferðafélags Íslands eftir að meðfylgjandi greiðsluseðill hefur verið greiddur. Að þessu sinni er hún rituð af Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi og heitir - Í Dali vestur - og fjallar um Dalabyggð norðan Laxárdalsheiðar . Einnig fylgir félagsskírteini FÍ, sem veitir félögum og fjölskyldum þeirra afslátt í allar ferðir FÍ og deilda þess, afslátt af gistigjaldi í skálum FÍ auk þess sem fjölmörg fyrirtæki veita afslætti. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu FÍ www.fi.is .
Séu hjón eða sambýlisfólk bæði skráð í Ferðafélag Ísfirðinga, greiða þau eitt og hálft félagsgjald, fá tvö félagsskírteini en einungis eina árbók. Til að hafa reglu á hlutunum verður það hjóna/sambýlisfólks sem eldra er, rukkað um hálfa gjaldið.
Árið 2010 var gott ár hjá Ferðafélagi Ísfirðinga. Gengin var 21 ganga og allt í allt tóku nærri 500 manns á öllum aldri þátt í þeim. Það sem af er árinu 2011 hafa verið farnar nokkrar göngur, bæði léttar og af erfiðara tagi. Göngunefnd hefur haft veg og vanda af undirbúningi allra gönguferða félagsins. Nefndinni stýrir Þröstur Jóhannsson en auk hans sitja í nefndinni Anna Lind Ragnarsdóttir, Edda Arnholtz, Hjörtur A. Sigurðsson, Hörður Högnason og Sturla Páll Sturluson.
Framundan eru ýmsar áhugaverðar göngur, þ.á.m. upp að íshellinum í Hattardal í Álftafirði þann 15. maí nk. Sumargöngurnar verða um Önundarfjörð, yfir Klofningsheiði, frá Álftafirði til Önundarfjarðar, frá Lokinhamradal í Haukadal, úr Tjaldanesdal í Kirkjubólsdal, úr Hestfirði til Dýrafjarðar, á Kofrann og loks Duggholan ofan við Gilsbrekku.
Nánari lýsingu á sumargöngunum ásamt upplýsingum um skráningu og verð - þar sem það á við - er að finna í Ferðaáætlun FÍ 2011 á bls. 73 og á heimasíðu FÍ, www.fi.is Allar göngur verða líka auglýstar með venjulegum hætti af fræðslunefnd félagsins sem í sitja þau Hilmar Pálsson og Pernilla Rein.
Að lokum er rétt að minna á fésbókarsíðu félagsins, slóðin er
http://www.facebook.com/#!/group.php?gid=317246047708&ref=ts
Þar hafa verið birtar upplýsingar um gönguferðir á vegum félagsins og á síðunni er einnig að finna fjölmargar myndir sem félagsmenn hafa tekið.
Með kveðju,
f. h. stjórnar Ferðafélags Ísfirðinga
Rögnvaldur Þór Óskarsson
Starfsemi Ferðafélags Ísfirðinga hefur undanfarin ár aðallega snúist í kringum göngur af ýmsum stærðum og gerðum. Síðasta ár var þar engin undantekning þó áform hefðu verið upp um að gera ýmislegt meira sér til skemmtunar en að ganga saman. T.d. voru hugmyndir um um að halda fræðslukvöld og myndakvöld en af því varð ekki en það er líka svo gaman að eiga eitthvað eftir.
Það er óhætt að segja að árið 2012 hafi veri öflug gönguár, skipulagðar voru 18 göngur mislangar og erfiðar allt frá því að ganga í Holtsfjöru til þess að fara upp snarbratta fjallshlíð Ernis upp á topp. Þremur ferðum var aflýst vegna þoku, snjóalaga og forfalla fararstjóra. Þátttakendur í göngunum urðu samtals um 200.Ýmsir fararstjórar leiddu göngur sumarsins en einnig var alltaf einn úr nefndum eða stjórn ábyrgur fyrir hverri göngu.Vil ég hér nota tækifærið og þakka öflugri göngunefnd Ferðafélagsins fyrir skipulagningu og utanumhald þessara ganga. Fræðslu- eða auglýsinga-nefndin fær einnig þakkir fyrir störf sín. Og síðast en ekki síst allir fararstjórar.
Tekin var upp sú nýbreytni að rukka þátttökugjöld í göngum, gjaldinu var stillt í hóf en það var 250 kr á félagsmenn og 500 á aðra en frítt fyrir yngri en 16 ára.
Árbók Ferðafélags Íslands að þessu sinni var bókin „Skagafjörður vestan vatna“ ,hún var borin út til félagsmann í júní og júlí eða þegar félagsmenn greiddu árgjöld. Félagsskýrteini fylgdi bókinni en það veitir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra afslátt í allar ferðir FÍ, afsláttur á gistingu í skálum og afslátt hjá fjölmörgum fyrirtækjum og verslunum. 100 félagar eru skráðir í FFÍ.
Á árinu voru haldnir tveir fundir með stjórn og nefndum auk þess sem ferðanefnd hélt fund til að skipuleggja ferðir fyrir 2013 og skipta með sér verkum. Ferðaáætlun Ferðafélags Ísfirðinga er birt í bæklingi Ferðafélags Ísland, í ár er hún einstaklega metnaðarfull með 27 göngum sem eru allt frá tveggja tíma sögugöngu um Ísafjörð til þriggja daga göngu yfir hálendi Vestfjarða. Svo það er úr nægu að moða.
Félagið fjárfesti í gjallarhorni sem nýtast ætti vel fyrir fararstjóra í sumar.
Feisbókarhópur okkar hefur eflst s.l. ár í hópnum eru nú 205 einstaklingar en hópurinn er öllum aðgengileg og sjáanlegur en til að geta sett eitthvað inn á hana þarf að biðja um aðgang. Þar inn er hægt að finna ferðaáætlun og þangað koma upplýsingar um ferðir þegar að þeim líður. Upplýsingar hafa einnig verið settar inn á heimasíðu félagsins.
Þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra en að lokum vil ég þakka öllum félagsmönnum fyrir gott samstarf og samfélag á liðnu ári, það er ósk mín að við megum öll eiga gott gönguár í vændum og að starfsemi FFÍ haldi áfram að vaxa og dafna.
Sólveig Bessa Magnúsdóttir formaður
Fréttabréf Ferðafélags Ísfirðinga 2014
Ágæti félagi.
Félagar í Ferðafélagi Ísfirðinga eru nú rúmlega 100, félagssvæðið nær yfir Ísafjarðarsýslu. Tilgangur félagsins er að stuðla að ferðalögum og útivist og hefur starfsemin síðast liðin ár aðallega verið í formi gönguferða. Allir eru velkomnir í ferðir með félaginu hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki og ekki þarf að skrá sig nema það sé tekið fram. Ferðir eru ókeyps nema annað sét tekið fram. Þeir sem kjósa að gerast félagsmenn í Ferðafélagi Ísfirðing gerast jafnframt félagar í Ferðafélagi Íslands og njóta þeirra hlunninda og afsláttarkjara sem þar fást auk þess að eignast árbók Ferðafélags Íslands sem kemur út árlega. Þeir sem óska eftir inngöngu geta sent póst á juliabjork@simnet.is
Aðalfundur Ferðafélags Ísfirðinga var haldinn 13. maí sl.. Þar kom fram að árið 2013 voru skipulagðar 27 göngur á vegum félagsins en af þeim voru fjórar feldar niður vegna verðurs eða annara aðstæðna. Ákveðið var að endurnýja ekki áskrift að heimasíðu félagsins á 123.is og er hún því lokuð, en stefnt er að því að á fésbókasíðu félagsins ‘‘Ferðafélag Ísfirðinga,, sé ávalt að finna helstu upplýsingar um það sem á döfinni er. Á fundinum var einnig ákveði að hætta gjaldtöku í ferðir á vegum félagsins nema þegar um er að ræða ferðir þar sem greiða þarf fyrir rútu eða bátsferðir og aðra þjónustu. Töluverðar breytingar urðu í stjórn félagsins þar sem Sólveig Bessa Magnúsdóttir formaður og Þorbjörg Gunnarsdóttir ritar gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og eru þeim þökkuð góð störf í stjórn félagsins á liðnum árum. Á vegum félagsins starfa tvær nefndir þ.e. göngunefnd sem sér um að skipuleggja og halda utan um allar göngur félagsins og fræðslunefnd sér um að auglýsa ferðirnar og senda upplýsingar á póstlista félagsins.
Hér má sjá stjórn og nefndir félagsins:
Ferðaáætlunin í ár inniheldur 18 göngur sem ættu að hæfa fólki með mismundandi þarfir. Nú þegar eru nokkrar göngur gengnar en áætlun sumarsins fylgir með þessu fréttabréfi. Í ferðaáætlun sést erfiðleikastig ferða og er um að gera að kynna sér það vel. Allar ferðir eru auglýstar með fyrirvara í götuauglýsingum, á facebook síðu félagsins og með tölvupósti. Fólk getur óskað eftir að vera á póstlista félagsins með því að senda póst á pernillarein(at)gmail.com
Með þessu bréfi fylgir greiðsluseðill fyrir árgjaldi kr. 7.100,- og fá félagar afhenta árbók Ferðafélags Íslands eftir að hann hefur verið greiddur. Bókin í ár er um Skagafjörð austan vatna eftir Pál Sigurðsson prófessor. Einnig fylgir árbókinni félagsskírteini Ferðafélags Íslands, sem veitir félögum og fjölskyldum þeirra afslátt í allar ferðir FÍ og deilda þess, afslátt af gistigjaldi í skálum FÍ auk þess sem fjölmörg fyrirtæki veita afslátt af vörum og þjónustu. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu FÍ www.fi.is.
Séu hjón eða sambýlisfólk bæði skráð í Ferðafélag Ísfirðinga, greiða þau eitt og hálft félagsgjald, fá tvö félagsskírteini en einungis eina árbók. Til að hafa reglu á hlutunum verður það hjóna/sambýlisfólks sem eldra er, rukkað um hálfa gjaldið.
Starf Ferðafélags Ísfirðinga er borið uppi af stórum hópi áhugamanna um göngurferðir og útivist og njótum við krafta fjölmargra fararstjóra sem tilbúnir eru að leiða okkur um fallegar slóðir og miðla af þekkingu um staðhætti og sögu. Það er von okkar að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi og geti notið þess að taka þátt í ferðum með okkur í sumar.
Með kveðju,
f. h. stjórnar Ferðafélags Ísfirðinga
Júlía Björk Þórðardóttir
Ferðaáætlun Ferðafélags Ísfirðinga 2014
Fésbók: Ferðafélag Ísfirðinga
Netfang: hestur(at)simnet.is
Þáttaka ókeypis, nema annað sé tekið fram.
Holtsoddi í Önundarfirði.
6. apríl, kl. 13 við veginn að Holtsflugvelli. Gengið í sandfjöru 2 klst.
Fararstjóri: Sólveig Bessa Magnúsdóttir..
Hjólað um Óshlíð.
17. maí, kl. 10 við Skarfasker.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
Folafótur.
31. maí, kl. 10 kl. við Jón Indíafara (bensínstöðina) í Súðavík. Gengið um Folafót, 16 km, 6 klst. Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Yfir Drangajökul, Kaldalón – Reykjarfjörður.
6-9. júní. Að kvöldi 6. Við Dalbæ á Snæfjallaströnd. Gengið á skíðum sunnan megin úr Kaldalóni í Reykjarfjörð með viðkomu á Hrolleifsborg. Einn léttur göngudagur um nágrenni Reykjarfjarðar. Gengið að sigkötlum og yfir Jökulbungu í Kaldalón norðan megin, gist í húsum, skráning í 846-6355, verð 25.000,-
Nesdalur.
15. júní. Kl. 10 við afleggjarann að Hrauni. Gengið ú skarðinu um Nesdal, 10km, 4 klst.
Fararstjóri: Jón Reynir Sigurvinsson.
Mannfellsskál.
21. júní, kl. 11 við rauðu blokkina við Stigahlíð í Bolungarvík, 5 km.
Fararstjóri: Elín Þóra Stefánsdóttir.
Álftafjörður – Tungudalur um Hestsskarð.
28. júní, kl. 10 kl. við Jón Indíafara (bensínstöðina) í Súðavík. Gengið úr Álftafjarðarbotni í Önundarfjörð, 13 km, 6 klst. verð 5000,-
Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Kaldbakur í Önundarfirði.
3. júlí, kl.17 við fjárréttina í Tröð, fólk ferjað upp á Gemlufallsheiði, þaðan gengið upp á Kaldbak og niður Galtadal, 9 km, 5 klst.
Fararstjóri: Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Kaldbakur í Dýrafirði/Arnarfirði 998m.
12. júlí, kl. 10 í Fossdal í Arnarfirði, hæðarhækkun 536m, 4 klst.
Fararstjóri: Eggert Stefánsson.
Hestur.
19. júlí, kl. 10 við Jón Indíafara (bensínstöðina) í Súðavík. Farið af Folafæti Hestfjarðarmegin, klifrað upp snarbratta hlíð upp á Hest, 536m. Ferð fyrir mjög vana og alls ekki lofthrædda, 4 klst.
Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Galtaviti.
26. júlí, kl. 10 við höfnina á Suðureyri. Farið á bát yfir fjörð og gengið um Galtarland yfir Gölt að Galtavita og til baka. Brött ganga. 6 klst.
Fararstjóri: Sturla Páll Sturluson.
Fjallgarðurinn ofan Alviðru.
9. ágúst, kl. 10 gengið frá veginum að Ingjaldssandi um Núpsskarð að Breiðhillu að Núpi ofan Alviðru. 14 km, 6 klst.
Fararstjóri: Matthildur Helgadóttir Jónudóttir.
Skálavík - Norðureyri.
16. ágúst, kl. 10 við Bónus á Ísafirði, ferjað til Skálavíkur og frá Suðureyri, Gengið um Bakkaskarð ofan Keflavíkur og að Norðureyri, farið með bát yfir fjörð að Suðureyri. 10 km, 6 klst. verð 5000,-
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
Hjólatúr í Dýrafirði.
23. ágúst, kl. 13 við vegamótin í Lambadal, 16 km hringur.
Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson.
Gleiðarhjalli við Skutulsfjörð.
30. ágúst, kl. 13 í Stórurð, gengið upp á Gleiðarhjalla.
Fararstjóri: Rúnar Eyjólfsson.
Seljalandsdalur - Tungudalur.
6. september, kl. 13 við gönguskíðaskálann á Seljalandsdal.
Fararstjóri: Magni Guðmundsson.
Bolafjall - Flatafjall.
14. september, kl. 13 við íþróttamiðstöðina í Bolungarvík, ekið upp á Bolafjall, gengið yfir á Flatafjall, 6 km, 2 klst.
Fararstjóri: Sturla Páll Sturluson.
Tunguskógur.
5. október, kl. 10 við Bónus á Ísafirði, gengið um Tungudal og Tunguskóg þar sem kokkurinn Þorsteinn Fjalar Þráinsson býður upp á súpu.
Fararstjóri: Marzelíus Sveinbjörnsson.
Starfsemi Ferðafélags Ísfirðinga var hefðbundin síðastliðið ár þ.e snérist í kringum göngur af ýmsu tagi.
Á árinu 2013 voru skipulagðar 27 gönguferðir mislangar og erfiðar allt frá stuttum láglendisgöngum upp í þriggja daga ferð yfir hálendi Vestjarða. Því miður þurfti að aflýsa nokkrum ferðum vegna veðurs og snjóalaga eða vegna þess að enginn mætti.
Ýmsir fararstjórar leiddu göngur sumarsins en einnig var alltaf einn úr nefndum eða stjórn ábyrgur fyrir hverri göngu.
Vil ég hér nota tækifærið og þakka göngunefnd Ferðafélagsins fyrir skipulagningu og utanumhald. Fræðslu- eða auglýsinga-nefndin fyrir að auglýsa ferðirnar. Og síðast en ekki síst fararstjórunum fyrir þeirra vinnu.
Þátttökugjöld voru áfram rukkuð fyrir göngur þ.e. 250 kr á félagsmenn og 500 á aðra en frítt fyrir yngri en 16 ára. Stundum var þó rukkað hærra gjald ef þurfti að greiða fararstjóra eða rútu.
Árbók Ferðafélags Íslands 2013 var bókin „Norðausturland“ eftir Hjörleif Guttormsson, hún var borin út til félagsmann í júní og júlí eða þegar félagsmenn greiddu árgjöld. Félagsskýrteini fylgi bókinni en það veitir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra afslátt í allar ferðir FÍ, gistingu í skálum og afslátt hjá fjölmörgum fyrirtækjum og verslunum. Félagar eru um 90, nýir hafa bæst í hópinn en aðrir dottið út, félagar eru teknir af listanum ef þeir greiða ekki árgjöld.
Engir stjórnarfundir voru á árinu en í haust hittumst við nokkur í stjórn og nefndum til að vinna að ferða (göngu) áætlun fyrir sumarið 2014. Ferðaáætlun Ferðafélags Ísfirðinga er birt í bæklingi Ferðafélags Ísland, í ár er þar að finna 18 göngur vítt og breitt um svæðið og reyndar ekki bara göngur því þar er að finna tvær hjólaferðir. Svo það er úr nægu að moða fyrir áhugasamt útivistarfólk.
Feisbókarhópur okkar hefur eflst s.l. ár, í hópnum eru nú 354, hópurinn er öllum aðgengilegur og sjáanlegur en til að geta sett eitthvað inn á hana þarf að biðja um aðgang. Þar inn er hægt að finna ferðaáætlun og þangað koma upplýsingar um ferðir þegar að þeim líður. Ákveðið var að endurnýja ekki áskriftina af heimasíðu okkar á 123.is og er hún því lokuð.
Þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra en vil ég þakka öllum í stjórn, nefndum og félagsmönnum fyrir gott samstarf á liðnu ári.
Ég óska ekki eftir endurkjöri sem formaður en þakka fyrir þessi tvö ár sem ég hef haft þetta verkefni sem var einstaklega gefandi og skemmtilegt
Að lokum segi ég bara megið þið eiga gott göngusumar framundan og það er ósk mín að FFÍ haldi áfram að vaxa og dafna.
Sólveig Bessa Magnúsdóttir formaður
Ferðafélag Ísfirðinga var stofnað á Ísafirði 1949 og hlaut þá nafnið Ferðafélag Ísafjarðar. Þá var einungis búið á eyrinni og varla vegir til nágrannabyggðanna. Á aðalfundi, líklega árið 1995, var nafni félagsins breytt í Ferðafélag Ísfirðinga. Síðan lagðist starfsemin niður um nokkur ár en var endurreist 4. febrúar 2010 og þá kjörin bráðabirgðastjórn. Fimm manna stjórn var síðan kjörin 15. apríl sama ár.
...Á fundinum [aðalfundi 13. maí 2014] kom fram að heimasíðu félagsins yrði lokað en félagið er með fésbókarsíðu og hópurinn á þeirri síðu er kominn í 354...
...Boðið var upp á 16 gönguferðir og tvær hjólaferðir árið 2014.Gönguárið gekk vel þrátt fyrir að veður væri óhagstætt. Heldur færra fólk mætti í ferðirnar 2014 en árin á undan.
Barði Ingibjartsson
Fréttabréf Ferðafélags Ísfirðinga 2015
Ágæti félagi.
Þá er nýtt göngusumar hafið hjá Ferðafélagi Ísafirðinga. Ferðaáætlunin í ár er metnaðarfull eins og ávallt og inniheldur 17 göngur sem ættu að hæfa fólki með mismundandi þarfir. Nokkrar þeirra eru búnar en áætlunina það sem eftir lifir þessa gönguárs er að finna aftan á þessu blaði. Í ferðaáætlun sést erfiðleikastig ferða og er um að gera að kynna sér það vel. Allar ferðir eru auglýstar í götuauglýsingum og með tölvupósti. Fólk getur óskað eftir að vera á póstlista félagsins með því að senda póst á pernillarein(at)gmail.com. Þá er Ferðafélag Ísfirðinga með facebook síðu þar sem göngur eru auglýstar.
Sú nýbreytni hefur verið tekið upp að félagið, í samstarfi við HSV, stendur fyrir skipulögðum gönguæfingum í allt sumar. Hist er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18 og farið í stuttar göngur í nágrenni bæjarins. Göngurnar eru jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna göngumenn, allir sem geta staðið upp úr sófanum geta tekið þátt hver á sínum hraða. Umsjón með þessu verkefni hafa Kristín Ósk Jónasdóttir og Gunnhildur Gestsdóttir. Nánari upplýsingar má finna á facebook undir heitinu Gönguhópur Ferðafélags Ísafirðinga.
Ferðir Ferðafélags Ísfirðinga standa öllum til boða hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki og ekki þarf að skrá sig nema það sé tekið fram. Ferðir eru ókeypis nema annað sé tekið fram. Þeir sem kjósa að gerast félagsmenn í Ferðafélagi Ísfirðing gerast jafnframt félagar í Ferðafélagi Íslands og njóta þeirra hlunninda og afsláttarkjara sem þar fást auk þess að eignast árbók Ferðafélags Íslands sem kemur út árlega. Þeir sem óska eftir inngöngu geta sent póst á dagnys(at)simnet.is.
Aðalfundur Ferðafélags Ísfirðinga var haldinn 22. mars s.l. og var nokkuð vel sóttur. Þar kom fram að starfið árið 2014 gekk ágætlega, farnar voru 16 skipulagðar göngur og tvær hjólaferðir sem er nýjung. Þátttaka í ferðum var misjöfn eins og við er að búast en almennt mætti hún vera betri. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins. Á vegum félagsins starfa tvær nefndir þ.e. göngunefnd sem sér um að skipuleggja og halda utan um allar göngur félagsins og fræðslunefnd sér um að auglýsa ferðirnar og senda upplýsingar á póstlista félagsins.
Hér má sjá stjórn og nefndir félagsins:
Stjórn
Barði Ingibjartsson formaður
Dagný Sveinbjörnsdóttir gjaldkeri
Gunnhildur Gestsdóttir ritari
Júlía Björk Þórðardóttir varaformaður
Ólafur Jens Sigurðsson meðstjórnandi
Kristín Ósk Jónsdóttir varamaður
Hilmar Pálsson varamaður
Göngunefnd
Þröstur Jóhannsson formaður
Anna Lind Ragnarsdóttir
Rögnvaldur Þór Óskarsson
Helga Dóra Kristjánsdóttir
Sturla Páll Sturluson
Fræðslunefnd
Hilmar Pálsson
Pernilla Rein
Með þessu bréfi fylgir greiðsluseðill fyrir árgjaldi ársins 2015, kr. 7.100,- og fá félagar afhenta árbók Ferðafélags Íslands eftir að hann hefur verið greiddur. Bókin í ár er um Vestur-Húnavatnssýslu og er eftir Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörð. Einnig fylgir árbókinni félagsskírteini Ferðafélags Íslands sem veitir félögum og fjölskyldum þeirra afslátt í allar ferðir FÍ og deilda þess, afslátt af gistigjaldi í skálum FÍ auk þess sem fjölmörg fyrirtæki veita afslátt af vörum og þjónustu. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu FÍ www.fi.is.
Séu hjón eða sambýlisfólk bæði skráð í Ferðafélag Ísfirðinga, greiða þau eitt og hálft félagsgjald, fá tvö félagsskírteini en einungis eina árbók. Til að hafa reglu á hlutunum verður það hjóna/sambýlisfólks sem eldra er, rukkað um hálfa gjaldið.
Starf Ferðafélags Ísfirðinga er borið uppi af hópi áhugamanna um gönguferðir og útivist og njótum við krafta fjölmargra fararstjóra sem tilbúnir eru að leiða okkur um fallegar slóðir og miðla af þekkingu um staðhætti og sögu. Það er von okkar að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi og geti notið þess að taka þátt í ferðum með okkur í sumar.
Með kveðju,
f. h. stjórnar Ferðafélags Ísfirðinga
Dagný Sveinbjörnsdóttir
25.06.2015 - 18:16 | BIB,bb.is
http://www.thingeyri.is/frettir/Gonguferd_um_Keldudal_i_Dyrafirdi/
Gönguferð um Keldudal í Dýrafirði
Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Ferðafélag Ísfirðinga býður upp á gönguferð um Keldudal í Dýrafirði á laugardag, 27. júní 2015.
Þar mun Gunnhildur Björk Elíasdóttir rifja upp æskuminningar og ýmsan annan fróðleik um þennan sögustað. Mætin er við brúna í Keldudal kl. 13 en einnig verður sameinast um bílferðir frá Bónus á Skeiði á Ísafirði kl. 12.
Um er að ræða þriggja klukkustunda fjölskylduferð með sögustoppum. Ekki er ráðlegt að koma á litlum bílum vegna torfærðar
Frá Ferðafélagi Ísfirðinga
Formaður: Pernilla Rein
Varaformaður: Júlía Þórðardóttir
Ritari: Kristín Ósk Jónasdóttir
Gjaldkeri: Dagný Sveinbjörnsdóttir
Meðstjórnandi: Hilmar Pálsson
Varamenn: Eggert Stefánsson og Rögnvaldur Óskarsson
Formaður göngunefndar: Þröstur Jóhannesson
Ferðafélag Ísfirðinga var endurvakið árið 2010 eftir að hafa legið í dvala um þó nokkurt skeið. Félagar eru nú 82 talsins. Að jafnaði hefur verið boðið upp á ferðir tímabilið apríl-október og var árið 2016 engin undantekning á því. Ferðirnar eru auglýstar í ferðaáætlun FÍ og á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/groups/Ferdafelag.Isfirdinga/. Áætlun hefur einnig verið birt í ferðablaðinu Vestfirðir og send sem dreifibréf á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum í upphafi sumars. Þeir sem óska þess geta fengið sendar upplýsingar í tölvupósti og er hægt að óska eftir því með pósti á netfangið ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Aðalfundur var haldinn í apríl en stjórnarstarf fór að öðru leyti fram í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook, með símtölum og tölvupóstum. Reyndist þetta góð aðferð til að afgreiða mál og fækka fundarsetum.
Á áætlun ársins voru samtals sextán fjölbreyttar ferðir og þeim dreift nokkuð vel um svæðið, Ísafjarðarsýslurnar. Var aðallega um að ræða gönguferðir, en einnig var í boði ein skíða- og gönguferð og tvær hjólaferðir. Í tveimur ferðum var gisting, en aðrar ferðir voru stuttar eða dagsferðir. Einhverjar ferðir hafa áður verið á áætlun félagsins. Óhagstætt veður, snjóalög og aðrar aðstæður settu í nokkrum tilvikum því miður strik í reikninginn og neyddumst við til að fella niður ferðir. Þátttakendur í ferðum voru að meðaltali 12-13 manns, frá fimm upp í rúmlega 30 manns, en þátttaka hefði almennt mátt vera betri.
Fyrsta ferðin var farin í Álftafirði í apríl. Vegna snjóalaga var hætt við áætlaða göngu á fjallið Bessa og þess í stað haldið í Traðargil fyrir ofan gömlu byggðina í Súðavík. Næsta ganga var í byrjun maí, á Hádegishorn sem er þekkt kennileiti í fjallgarðinum fyrir ofan Suðureyri við Súgandafjörð. Seinna í maí ar ganga upp í Naustahvilft, skessusætið vinsæla við Skutulsfjörð en þangað leggja gjarnan Ísfirðingar sem og gestir bæjarins leið sína og rita þá nöfn sín í gestabókina sem þar er að finna. Þessi ferð var farin í samstarfi við HSV (Héraðssamband Vestfirðinga) í tilefni af hreyfiviku UMFÍ. Fjórða ferð ársins átti að vera Sauradalur-Arnardalur, þ.e. gengið úr Álftafirði og yfir í Skutulsfjörð, en henni var aflýst.
Í júní voru fjórar ferðir á áætlun. Byrjað var á göngu á Kistufell og Miðfell á Seljalandsdal, en þaðan er gott útsýni í margar áttir. Næsta ferð var sú mest krefjandi af ferðum ársins. Gengið var úr Kaldalóni upp á jökulrönd Drangajökuls, yfir jökulinn á skíðum og að lokum gengið ofan í Reykjarfjörð. Þar tók vel volg sundlaug á móti göngufólkinu eftir 30 km ferðalag. Gist var tvær nætur í húsi. Annar dagurinn var nýttur í stutta göngu yfir í Þaralátursfjörð, hvíld og slökun í lauginni og grillveislu. Haldið var heim yfir jökul á þriðja degi. Á jöklinum gaf hópurinn sér tíma til að skoða sigkatla og farið var á hæsta punktinn, Jökulbunguna, á Hrollaugsborg (Hrolleifsborg ) og Reyðarbungu. Þriðja ferð júní mánaðar var hjólaferð um Óshlíð að nóttu til, en þessi nú aflagði vegur þykir spennandi valkostur meðal göngu- og hjólreiðamanna. Á leiðinni má fá góða innsýn í jarðsögu svæðisins og þar er iðandi fuglalíf. Júní lauk svo á léttri kvöldgöngu á Arnarnesið við mynni Skutulsfjarðar.
Í júlí var byrjað á göngu á Eyrarfjall fyrir ofan Ísafjörð (þ.e. þéttbýlið). Úsýni af fjallinu er stórkostlegt en gangan er helst fyrir vana göngumenn og alls ekki lofthrædda. Hlíðin er brött og mikið um laust grjót. Næsta ferð hófst á siglingu yfir Ísafjarðardjúp í Grunnavík í Jökulfjörðum þar sem gist var í þrjár nætur í húsi á Sútarabúðum eða í tjöldum. Gengið var yfir Staðarheiði, að Gathamri, að eyðibýlunum Nausti og Nesi og upp á Maríuhorn. Hópurinn lét einnig fara vel um sig í húsinu á Sútarabúðum, hægt var að fara í heitan pott og eitt kvöld var elduð holusteik. Síðasta daginn var gengið yfir Snæfjallaheiði að Sandeyri á Snæfjallaströnd. Þar var hópurinn sóttur og svo siglt á Ísafjörð. Næstu ferð, úr Skálavík í Keflavík yfir Gölt, þurfti að fella niður.
Í samstarfi við Gönguhátíð í Súðavík um verslunarmannahelgina voru fyrirhugaðar tvær dagsferðir, en þar kom einnig við sögu gönguklúbburinn Vesen og vergangur. Fyrri daginn var gengið úr Hestfjarðarbotni um Sjónfríð sem er næst hæsti punktur Vestfjarðakjálkans og þaðan niður í Dýrafjarðarbotn. Seinni daginn var áætlað að reyna við Þóruskarðið milli Engidals í Skutulsfirði og Álftafjarðar. Leiðin þykir torfær og aðeins fær fyrir mjög vana og vel útbúna göngumenn. Þátttaka var engin og ferðin féll niður.
Í ágúst var aðeins ein ferð í boði, ganga um Núpsdal í Dýrafirði. Önnur hjólaferð var á áætlun í september, en fella þurfti hana niður. Í október var gengið um varnargarðana fyrir ofan Ísafjörð og fræddi starfsmaður Snjóflóðaseturs Veðurstofunnar göngufólk um ofanflóð og hlutverk garðanna. Þetta var síðasta ferð ársins og jafnframt „súpuferð“ þar sem göngufólki var boðið upp á súpu í lok ferðar. Þetta fyrirkomulag var tekið upp fyrir tveimur árum. Mikil ánægja var meðal þátttakenda og ákveðið að hvert ár skyldi enda á súpuferð að hausti.
Annað árið í röð var starfræktur yfir sumarmánuðina „Gönguhópur Ferðafélags Ísfirðinga“, sem var hugsaður sem átaksverkefni, hvatning fyrir fólk sem langar að koma sér í form en vantar göngufélaga. Allir voru þó velkomnir og voru göngurnar þannig útfærðar að allir sem vildu áttu að geta tekið þátt, hver á sínum forsendum. Þessi hópur hittist tvisvar í viku og var að mestu gengið á láglendi undir stjórn tveggja félaga. Það var mjög ánægjulegt að sjá aukið úthald hjá þátttakendum þegar leið á sumarið og fóru sumir að treysta sér í mun meira krefjandi göngur þegar á leið. Þátttaka var þó lakari en fyrsta sumarið og hefur ekki verið ákveðið hvort framhald verði sumarið 2017.
Með kærri göngukveðju,
Pernilla Rein
Formaður
Ferðafélag Ísfirðinga
Skýrsla formanns 2016
ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
https://www.facebook.com/groups/Ferdafelag.Isfirdinga/
Ferðafélag Ísfirðinga var endurvakið árið 2010 eftir að hafa legið í dvala um þó nokkurt skeið. Að jafnaði hefur verið boðið upp á ferðir tímabilið apríl-október og var árið 2016 engin undantekning á því. Ferðirnar eru auglýstar í ferðaáætlun FÍ, á Facebook og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í tölvupósti. Áætlun hefur einnig verið birt í ferðablaðinu Vestfirðir. Félagar voru árið 2016 á milli 75 og 80 talsins.
Aðalfundur félagsins var haldinn í apríl og urðu formannaskipti. Barða Ingibjartssyni var þakkað vel unnin störf undanfarin tvö tímabil og hvarf þar með úr stjórn félagsins. Var Pernilla Rein kosin formaður í hans stað. Aðrir sem luku stjórnarstarfi voru Þorgerður Gunnarsdóttir, ritari og Gunnhildur Gestsdóttir meðstjórnandi. Í þeirra stað komu Kristín Ósk Jónasdóttir og Hilmar Pálsson sem bæði voru áður varamenn í stjórn. Áfram sátu þær Júlía Björk Þórðardóttir, varaformaður og Dagný Sveinbjörnsdóttir gjaldkeri. Sem varamenn voru kjörnir Eggert Stefánsson og Rögnvaldur Óskarsson.
Ný stjórn tók til starfa og hóf að ráðast í hefðbundin vorverk, að auglýsa ferðir sumarsins. Félaginu að kostnaðarlausu bauðst heilsíðu auglýsing í ferðablaðinu Vestfirðir og sáu Ómar Smári Kristinsson og Nina Ivanova um að hanna glæsilega auglýsingu. Hún var einnig prentuð og send í hús á NV Vestfjörðum sem dreifibréf. Fréttabréf fór að venju með greiðsluseðlum til félagsmanna.
Stjórnarstarf fór að mestu leyti fram í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook, þar sem stofnaður var hópur fyrir stjórnina, með tölvupóstum og einstaka símtölum. Reyndist þetta þægileg aðferð til að afgreiða hin ýmsu mál mál og fækka fundarsetum. Ræddar voru m.a. hugmyndir um að útvíkka starfið með því að bjóða upp á námskeið og fræðslu, nokkuð sem hefur komið til framkvæmdar á yfirstandandi ári.
Á áætlun ársins 2016 voru samtals sextán fjölbreyttar ferðir sem dreifðust nokkuð vel um svæðið, Ísafjarðarsýslurnar. Var aðallega um að ræða gönguferðir, en einnig var í boði ein skíða- og gönguferð og tvær hjólaferðir. Í tveimur ferðum var gisting, en aðrar ferðir voru stuttar ferðir eða dagsferðir. Einhverjar ferðanna hafa áður verið á áætlun félagsins. Óhagstætt veður, snjóalög og aðrar aðstæður settu í nokkrum tilvikum því miður strik í reikninginn og neyddumst við til að fella niður ferðir. Þátttakendur í ferðum voru að meðaltali 12-13 manns, frá fimm og upp í rúmlega 30 manns. Almennt má segja að þátttaka hefði mátt vera betri.
Fyrsta ferðin var farin í Álftafirði í apríl. Vegna snjóalaga var hætt við áætlaða göngu á fjallið Bessa og þess í stað haldið í Traðargil fyrir ofan gömlu byggðina í Súðavík. Næsta ganga var í byrjun maí, á Hádegishorn sem er þekkt kennileiti í fjallgarðinum fyrir ofan Suðureyri við Súgandafjörð. Seinna í maí var gengið upp í Naustahvilft og var ferðin farin í samstarfi við HSV (Héraðssamband Vestfirðinga) í tilefni af hreyfiviku UMFÍ. Fjórða ferð ársins átti að vera úr Sauradal í Arnardal, en henni var aflýst.
Í júní voru fjórar ferðir á áætlun. Byrjað var á göngu á Kistufell og Miðfell á Seljalandsdal. Næsta ferð var sú mest krefjandi af ferðum ársins. Um var að ræða 3ja daga ferð sem nú var á áætlun í annað sinn, úr Kaldalóni yfir Drangajökul og í Reykjarfjörð, gangandi og á skíðum. Gist var tvær nætur í húsi og gengið tilbaka á þriðja degi. Þriðja ferð júní mánaðar var hjólaferð um Óshlíð að nóttu til. Júní mánuði lauk svo á léttri kvöldgöngu á Arnarnesið við mynni Skutulsfjarðar.
Fyrsta ferð júlí mánaðar var á Eyrarfjall við Skutulsfjörð. Næsta á dagskrá var 4ra daga ferð með siglingu í Grunnavík þar sem hópurinn var með bækistöð. Gengið var um víkina og nágrenni hennar og að lokum var gengið yfir Snæfjallaheiði að Sandeyri á Snæfjallaströnd þar sem hópurinn var sóttur. Næsta ferð, úr Skálavík í Keflavík yfir Gölt, þurfti að fella niður.
Í samstarfi við Gönguhátíð í Súðavík gönguklúbbinn „Vesen og vergangur“ voru fyrirhugaðar tvær dagsferðir um verslunarmannahelgina. Fyrri gangan var úr Hestfjarðarbotni um Sjónfríð niður í Dýrafjarðarbotn. Seinni gangan var um Þóruskarðið milli Engidals í Skutulsfirði og Álftafjarðar. Reynt hefur áður verið við þessa torfæru leið, en hætt við vegna aðstæðna. Þátttaka var engin og ferðin féll niður.
Í ágúst var aðeins ein ferð í boði, um Núpsdal í Dýrafirði. Önnur hjólaferð var á áætlun í september, en fella þurfti hana niður. Í október var gengið um varnargarðana fyrir ofan Ísafjörð með fræðslu frá starfsmanni Snjóflóðaseturs Veðurstofunnar. Þetta var síðasta ferð ársins og jafnframt „súpuferð“ þar sem göngufólkinu var boðið upp á súpu í lok ferðar að hætti Steina kokks.
Annað árið í röð var starfræktur yfir sumarmánuðina „Gönguhópur Ferðafélags Ísfirðinga“, sem var hugsaður sem átaksverkefni, hvatning fyrir fólk sem langar að koma sér í form en vantar göngufélaga. Allir voru þó velkomnir og var reynt að útfæra göngurnar þannig að allir sem vildu áttu að geta tekið þátt, hver á sínum forsendum. Hópurinn hittist tvisvar í viku og var að mestu gengið á láglendi undir stjórn tveggja félaga. Það var mjög ánægjulegt að sjá aukið úthald hjá þátttakendum þegar leið á sumarið, sem skilaði sér í að sumir treystu sér í mun meira krefjandi göngur þegar á leið. Þátttaka var þó lakari en fyrsta sumarið. Aðstandendur gönguhópsins, Kristín Ósk Jónasdóttir og Gunnhildur Gestsdóttir tilkynntu að þær vildu nú stíga til hliðar og verkefnið er því munaðarlaust.
Ferðaáætlun fyrir árið 2017 var að venju útbúin á haustmánuðum. Kallað var eftir hugmyndum og voru að lokum nítján ferðir settar á áætlun 2017. Markmiðið var að hafa þær sem fjölbreyttastar og reynt að koma til móts við óskir sem höfðu borist okkur, t.d. um að bjóða upp á fjölskylduferðir og að fara út fyrir Ísafjarðarsýslurnar.
Um áramótin barst deildinni beiðni frá FÍ um kveðju frá félaginu til birtingar aftast í árbókinni. Þannig gafst deildinni tækifæri til að birta stuttan pistil um starfið á liðnu ári.
Að lokum langar mig að þakka ykkur öllum, stjórnar- og nefndafólki og fráfarandi stjórnarfólki, sem ég óska velfarnaðar. Síst en ekki minnst vil ég þakka öllum okkar flottu fararstjórum fyrir gott og óeigingjarnt starf. Það er virkilega gaman og hvetjandi að starfa með ykkur og að vera hluti af þessum skemmtilega og jákvæða hópi!
Með kærri göngukveðju,
Pernilla Rein,
formaður
Frá Ferðafélagi Ísfirðinga 2017
Formaður: Pernilla Rein
Varaformaður: Rúnar Eyjólfsson
Ritari: Kristín Ósk Jónasdóttir
Gjaldkeri: Dagný Sveinbjörnsdóttir
Meðstjórnandi: Hilmar Pálsson
Varamenn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Andrea S. Harðardóttir
Formaður göngunefndar: Þröstur Jóhannesson
Árið 2017 var starf Ferðafélags Ísfirðinga nokkuð blómlegt og kraftmeira en árið á undan. Nýir félagar bættust við og í lok árs voru þeir 110 talsins. Félagið bauð upp á 19 fjölbreyttar ferðir á tímabilinu apríl-október, en fella þurfti niður tvær þeirra. Alls tóku rúmlega 300 manns þátt í ferðunum. Þátttaka var því góð og jókst verulega frá því árið áður. Ferðir deildarinnar eru auglýstar í ferðaáætlun FÍ, á Facebook-síðunni
https://www.facebook.com/groups/Ferdafelag.Isfirdinga/ og í ferðablaðinu Vestfirðir sem hefur komið út hvert vor. Einnig hefur áætlun verið borin í hús í formi einblöðungs. Hægt er að óska eftir því að vera á póstlista og fá sendar upplýsingar um ferðir í tölvupósti, með því að senda póst á netfang deildarinnar ferdafelag.isfirdinga@gmail.co
Ferðir deildarinnar dreifðust yfir Ísafjarðarsýslurnar, frá Ísafjarðardjúpi, til Jökulfjarða og Hornstranda og allt vestur í Dýrafjörð. Ein ferð var auk þess farin út fyrir „heimasvæði” deildarinnar, í Vestur-Barðastrandarsýslu. Eins og áður var reynt að vera með ferðir sem höfða til breiðs hóps fólks, bæði meira krefjandi ferðir um fjöll, hálendi og jökulbreiður, en einnig bæði lengri og styttri ferðir um láglendi þar sem oft var lögð meiri áhersla á fræðslu, létta hreyfingu og samveru. Langflestar ferðirnar voru gönguferðir, en einnig var boðið upp á ein skíða- og gönguferð, tvær gönguferðir með siglingu og ein hjólreiðaferð. Í tveimur ferðum var gist en aðrar ferðir voru dagsferðir eða hluti úr degi. Nokkrar ferðir hafa áður verið á áætlun félagsins, en alltaf er reynt að finna einhverjar nýjar leiðir.
Göngurárið hófst í Ísafjarðardjúpi í apríl og var fyrsta gangan um Folafót, milli Seyðisfjarðar og Hestfjarðar. Næstu tvær göngur voru einnig í Ísafjarðardjúpi en mun styttri og léttari. Rölt var um söguslóðir í Ögri og gengið um Hvítanes. Að göngu lokinni stóð göngumönnum til boða að kaupa sér kaffi og vöfflur í Litlabæ, sem er endurgerður sveitabær frá 1895 í vörslu Þjóðminjasafns og mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Fyrri part júní mánaðar var farin þriggja daga skíða- og gönguferð og var hún mest krefjandi af ferðum ársins. Keyrt var í Kaldalón og farið þaðan gangandi inn að jökulrönd og svo á skíðum yfir Drangajökul, um 30 km leið í Reykjarfjörð. Þar varði hópurinn tveimur nóttum áður en haldið var til baka yfir jökul.
Í júlí stóð deildin fyrir nokkrum ferðum. Sú fyrsta var dagsferð út fyrir sýslumörkin og var hún mjög vel sótt. Fararstjóri tók á móti göngumönnum á Bíldudal og var fólki ekið þaðan í Selárdal þar sem gangan hófst. Fyrst var þó tekinn tími í að skoða safn Samúels Jónssonar, sem hefur verið kallaður Listamaðurinn með barnshjartað. Eftir þá skoðunarferð var haldið á Selárdalsheiði og gengið yfir í Krossadal við utanverðan Tálknafjörð. Þaðan var haldið inn
með firði að Sellátrum þar sem gangan endaði.
Næst var þriggja daga ferð í friðlandið á Hornströndum þar sem siglt var frá Ísafirði til Hesteyrar. Hópurinn skoðaði sig um í þorpinu, rölti að gömlu hvalstöðinni, gæddi sér á kaffi og pönnukökum á palli Læknishússins og voru atriði úr sögunni og kvikmyndinni Ég man þig, sem gerist að miklum hluta til á þessum stað, rifjuð upp. Gengið var yfir að Látrum í Aðalvík og gist í tjöldum í tvær nætur. Næsti dagur fór í að skoða rústir herstöðvarinnar á Straumnesfjalli. Síðasta daginn var gengið um Miðvík og Sléttuheiði að Sæbóli, við sunnanverða Aðalvík, þar sem kaffiveitingar buðust mjög þakklátu göngufólki sem sigldi svo heim til á Ísafjarðar.
Í næstu ferð gengu rúmlega 30 manns saman á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða og vinsælan meðal göngufólks. Farin var leiðin úr Fossdal í Arnarfirði. Létt ganga var farin að Kálfeyri í Önundarfirði þar sem finna má leifar gamallar verstöðvar og mikla sögu sem gaman var að fræðast um. Síðasta ferðin í júlí var farin úr Skálavík að Galtarvita sem stendur í Keflavík, á milli Skálavíkur og Súgandafjarðar, brött ganga og alls ekki fyrir lofthrædda.
Um verslunarmannahelgina voru á dagskrá nokkrar ferðir í samvinnu við hina árlegu Gönguhátíð í Súðavík og gönguklúbbinn Vesen og Vergang. Yfir 40 manns gengu úr Skötufirði í Heydal, sem er met ársins. Einnig var gengið á Sauratinda um Skák (í Álftafirði) og frá Seljalandsdal í Skutulsfirði um Þjófaskörð og Heiðarskarð í Syðridal í Bolungarvík. Helgina á eftir var siglt að Flæðareyri í Jökulfjörðum og gengin Staðarheiðin yfir í Grunnavík og siglt heim að kveldi. Fullbókað var í ferðina en 30 sæti voru í boði. Næst var haldið vestur í Dýrafjörð og gengið upp úr Hjarðardal og niður í Önundarfjörð um Mjóadal í Bjarnardal.
Eina hjólreiðaferð ársins var farin í september en þá var hjólað í Skutulsfirði, frá Seljalandsdal í Dagverðardal um Botnsheiði. Eftir þá ferð fór heldur að styttast í lok göngusumarsins hjá deildinni. Farið var í létta haustgöngu í Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi og gengin leiðin frá Hörgshlíð að Seli og skoðaðar minjar bæjarins sem þar stóð. Sú skemmtilega hefð hefur myndast að síðasta ferð deildarinnar sé súpuferð. Í henni felst létt ganga og að henni lokinni er boðið upp á súpu, eldaða undir berum himni. Að þessu sinni varð Engidalur í Skutulsfirði fyrir valinu og var ferðin í byrjun október þegar umhverfið skartaði sínu fegursta í haustlitunum.
Deildin hefur undanfarin ár tekið þátt í Hreyfiviku UMFÍ og svo var einnig þetta árið. Í samstarfi við Héraðssamband Vestfirðinga voru farnar tvær léttar göngur á láglendi auk stuttrar fjallgöngu sem var morgunganga í Naustahvilft.
Þriðja sumarið í röð var reynt að halda úti svokölluðum Gönguhóp Ferðafélags Ísfirðinga yfir sumarmánuðina, tvisvar í viku. Þessi gönguhópur fór af stað sem átaksverkefni, hvatning fyrir fólk sem langaði út að ganga með það fyrir augun að koma sér í form, en vantar göngufélaga. Allir hafa þó verið velkomnir og miðuðust göngurnar við að allir sem vildu ættu að geta tekið þátt, hæfilega langar og að mestu á flatlendi. Hver ganga var farin undir stjórn tveggja fararstjóra en þar sem ekki reyndist unnt að að fá fólk til að skuldbinda sig var hópurinn aðeins starfræktur í nokkrar vikur í sumar.
Deildin tók þátt í verkefni FÍ Lýðheilsugöngur í september og var reynt að finna leiðir sem hæfðu þemunum. Þemað Vellíðan fór fram í Tungudal þar sem létt jóga var fléttað inn í gönguna. Til að njóta Náttúru var haldið á Seljalandsdal og gengið þar í fagurri fjallasýn.
Sögugangan var um Eyrina á Ísafirði undir leiðsögn tveggja sagnfræðinga. Að lokum var gengið um Hnífsdal undir yfirskriftinni Vinátta og göngumenn sérstaklega hvattir til að taka vini með. Tóku samtals 60 manns þátt í Lýðheilsugöngunum.
Auk ferða stóð félögum til boða að sækja fræðslukvöld og var þetta leið til að gera starf deildarinnar fjölbreyttara og jafna aðstæður, þar sem okkar félagar eiga erfiðara með að sækja dagskrá og fræðslu í boði FÍ. Sjúkraþjálfari sem er einnig leiðsögumaður og reyndur fjallamaður hélt stutt námskeið þar sem þátttakendur fengu góðar ráðleggingar og heilræði fyrir gönguferðir. Fræðslumiðstöð Vestfjarða stóð fyrir GPS-námskeiði og félagar okkar sem það sóttu nutu afsláttar af námskeiðsgjaldinu. Þar sem Ísafjarðardjúp var viðfangsefni árbókar FÍ var haldið útgáfuhóf og bókakynning í Bókasafninu Ísafirði og kom deildin að þeim viðburði sem var mjög vel sóttur.
Í nóvember boðaði Umhverfisstofnun til fundar vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. Formaður deildarinnar sat fundinn og tók þátt í hópavinnu ásamt öðrum hagsmunaaðilum svo sem landeigendum og aðilum í ferðaþjónustu.
Það má að lokum segja að 2017 hafi verið gott ár hjá Ferðafélagi Ísfirðinga. Ferðirnar voru fjölbreyttar, farnar kunnar sem ókunnar slóðir, stuttar og langar og þátttaka góð. Þar að auki stóð félögum okkar til boða fræðsla og kom deildin að þörfu verkefni, stefnumótunarvinnu fyrir Hornstrandafriðland.
Með kærri göngukveðju að vestan,
Pernilla Rein
Formaður
Ferðafélag Ísfirðinga - Aðalfundur 2018
Skýrsla formanns
Árið 2017 var starf Ferðafélags Ísfirðinga blómlegt
og kraftmeira en árið á undan. Nýir félagar
bættust við og í lok árs voru þeir 110 talsins.
Félagið bauð upp á 19 fjölbreyttar ferðir á
tímabilinu apríl-október, en fella þurfti niður tvær
þeirra. Alls tóku rúmlega 300 manns þátt í
ferðunum. Þátttaka var því góð og jókst verulega
frá því árið á undan.
Ferðir deildarinnar voru auglýstar með
sama hætti og undanfarin ár: í ferðaáætlun á vef
FÍ www.fi.is, á Facebook-síðunni deildarinnar,
https://www.facebook.com/groups/Ferdafelag.Isfirdinga/, í ferðablaðinu Vestfirðir auk þess sem áætlun í formi einblöðungs var borin í hús á svæðinu. Deildin er með póstlista og hægt er að fá sendar upplýsingar um ferðir í tölvupósti, með því að senda póst á netfang deildarinnar ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Ferðirnar dreifðust yfir Ísafjarðarsýslurnar, frá Ísafjarðardjúpi, til Jökulfjarða og Hornstranda og allt vestur í Dýrafjörð. Ein ferð var auk þess farin út fyrir „heimasvæði” deildarinnar, í Vestur-Barðastrandarsýslu. Líkt og áður, var reynt að bjóða upp á ferðir sem höfða til breiðs hóps fólks, bæði meira krefjandi ferðir um fjöll, hálendi og jökulbreiður, en einnig lengri og styttri ferðir um láglendi þar sem oft var lögð meiri áhersla á fræðslu, létta hreyfingu og samveru. Langflestar ferðirnar voru gönguferðir, en einnig var boðið upp á ein skíða- og gönguferð, tvær gönguferðir með siglingu og ein hjólreiðaferð. Í tveimur ferðum var gist en aðrar ferðir voru dagsferðir eða gengið hluti úr degi. Nokkrar ferðir hafa áður verið á áætlun félagsins, en alltaf er reynt að finna einhverjar nýjar leiðir.
Göngurárið hófst í Ísafjarðardjúpi í apríl og var fyrsta gangan um Folafót, milli Seyðisfjarðar og Hestfjarðar. Næstu tvær göngur voru einnig í Ísafjarðardjúpi en mun styttri og léttari. Rölt var um söguslóðir í Ögri og gengið um Hvítanes.
Fyrri part júní mánaðar var farin þriggja daga skíða- og gönguferð og var hún mest krefjandi af ferðum ársins. Keyrt var í Kaldalón og farið þaðan gangandi inn að jökulrönd og svo á skíðum yfir Drangajökul, um 30 km leið í Reykjarfjörð. Þar varði hópurinn tveimur nóttum áður en haldið var til baka yfir jökul.
Í júlí stóð deildin fyrir nokkrum ferðum. Sú fyrsta var dagsferð út fyrir sýslumörkin og var hún mjög vel sótt. Fararstjóri tók á móti göngumönnum á Bíldudal og var fólki ekið þaðan í Selárdal þar sem gangan hófst. Fyrst var þó tekinn tími í að skoða safn Samúels Jónssonar og eftir þá skoðunarferð var haldið á Selárdalsheiði og gengið yfir í Krossadal við utanverðan Tálknafjörð. Þaðan var haldið inn með firði að Sellátrum þar sem gangan endaði.
Næst var þriggja daga ferð í friðlandið á
Hornströndum þar sem siglt var frá Ísafirði til
Hesteyrar. Hópurinn skoðaði sig um í þorpinu,
rölti að gömlu hvalstöðinni og gæddi sér á
veitingum á palli Læknishússins. Gengið var yfir að
Látrum í Aðalvík og gist í tjöldum í tvær nætur.
Næsti dagur fór í að skoða rústir herstöðvarinnar á
Straumnesfjalli. Síðasta daginn var gengið um
Miðvík og Sléttuheiði að Sæbóli, við vestanverða
Aðalvíkina, þar sem kaffiveitingar buðust mjög
þakklátu göngufólki sem sigldi svo heim til á Ísafjarðar.
Í næstu ferð gengu rúmlega 30 manns saman á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða. Farin var leiðin úr Fossdal í Arnarfirði. Létt ganga var farin að Kálfeyri í Önundarfirði þar sem finna má leifar gamallar verstöðvar og mikla sögu sem gaman var að fræðast um. Síðasta ferðin í júlí var farin úr Skálavík að Galtarvita sem stendur í Keflavík, á milli Skálavíkur og Súgandafjarðar, brött ganga og alls ekki fyrir lofthrædda.
Um verslunarmannahelgina voru á dagskrá nokkrar ferðir í samvinnu við hina árlegu Gönguhátíð í Súðavík og gönguklúbbinn Vesen og Vergang. Yfir 40 manns gengu úr Skötufirði í Heydal, sem er met ársins. Einnig var gengið á Sauratinda um Skák (í Álftafirði) og frá Seljalandsdal í Skutulsfirði um Þjófaskörð og Heiðarskarð í Syðridal í Bolungarvík. Helgina á eftir var siglt að Flæðareyri í Jökulfjörðum og gengin Staðarheiðin yfir í Grunnavík og siglt heim að kveldi. Fullbókað var í ferðina en 30 sæti voru í boði. Næst var haldið vestur í Dýrafjörð og gengið upp úr Hjarðardal og niður í Önundarfjörð um Mjóadal í Bjarnardal.
Eina hjólreiðaferð ársins var farin í september en þá var hjólað í Skutulsfirði, frá Seljalandsdal í Dagverðardal um Botnsheiði. Eftir þá ferð fór heldur að styttast í lok göngusumarsins hjá deildinni. Farið var í létta haustgöngu í Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi og gengin leiðin frá Hörgshlíð að Seli og skoðaðar minjar bæjarins sem þar stóð. Sú skemmtilega hefð hefur myndast að síðasta ferð deildarinnar sé súpuferð. Í henni felst létt ganga og að henni lokinni er boðið upp á súpu, eldaða undir berum himni. Að þessu sinni varð Engidalur í Skutulsfirði fyrir valinu og var ferðin í byrjun október þegar umhverfið skartaði sínu fegursta í haustlitunum.
Deildin hefur undanfarin ár tekið þátt í Hreyfiviku UMFÍ og svo var einnig þetta árið. Í samstarfi við Héraðssamband Vestfirðinga voru farnar tvær léttar göngur á láglendi auk stuttrar fjallgöngu sem var morgunganga í Naustahvilft.
Þriðja sumarið í röð var reynt að halda úti svokölluðum Gönguhóp Ferðafélags Ísfirðinga yfir sumarmánuðina, tvisvar í viku. Þessi gönguhópur fór af stað sem átaksverkefni, hvatning fyrir fólk sem langaði út að ganga með það fyrir augun að koma sér í form, en vantar göngufélaga. Allir hafa þó verið velkomnir og miðuðust göngurnar við að allir sem vildu ættu að geta tekið þátt, hæfilega langar og að mestu á flatlendi. Hver ganga var farin undir stjórn tveggja fararstjóra en þar sem ekki reyndist unnt að að fá fólk til að skuldbinda sig var hópurinn aðeins starfræktur í nokkrar vikur í sumar. Deildin tók þátt í verkefni FÍ Lýðheilsugöngur í september og var reynt að finna leiðir sem hæfðu þemunum. Þemað Vellíðan fór fram í Tungudal þar sem létt jóga var fléttað inn í gönguna. Til að njóta Náttúru var haldið á Seljalandsdal og gengið þar í fagurri fjallasýn. Sögugangan var um Eyrina á Ísafirði undir leiðsögn tveggja sagnfræðinga. Að lokum var gengið um Hnífsdal undir yfirskriftinni Vinátta og göngumenn sérstaklega hvattir til að taka vini með. Tóku samtals 60 manns þátt í Lýðheilsugöngunum.
Auk ferða stóð félögum til boða að sækja fræðslukvöld og var þetta leið til að gera starf deildarinnar fjölbreyttara og jafna aðstæður, þar sem okkar félagar eiga erfiðara með að sækja dagskrá og fræðslu í boði FÍ. Sjúkraþjálfari sem er einnig leiðsögumaður og reyndur fjallamaður hélt stutt námskeið þar sem þátttakendur fengu góðar ráðleggingar og heilræði fyrir gönguferðir. Fræðslumiðstöð Vestfjarða stóð fyrir GPS-námskeiði og félagar okkar sem það sóttu nutu afsláttar af námskeiðsgjaldinu. Þar sem Ísafjarðardjúp var viðfangsefni árbókar FÍ var haldið útgáfuhóf og bókakynning í Bókasafninu Ísafirði og kom deildin að þeim viðburði sem var mjög vel sóttur. Skilaði árbókin einnig nokkrum nýjum félögum.
Í nóvember boðaði Umhverfisstofnun til fundar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. Formaður deildarinnar sat fundinn og tók þátt í hópavinnu ásamt öðrum hagsmunaaðilum svo sem landeigendum og aðilum í ferðaþjónustu.
Það má að lokum segja að 2017 hafi verið gott ár hjá Ferðafélagi Ísfirðinga. Ferðirnar voru fjölbreyttar, farnar kunnar sem ókunnar slóðir, stuttar og langar og þátttaka góð. Þar að auki stóð félögum okkar til boða fræðsla og kom deildin að þörfu verkefni, stefnumótunarvinnu fyrir Hornstrandafriðland. Samantekt yfir starfið á liðnu ári verður einnig að finna aftast í árbók FÍ, sem er væntanleg seinna í vor.
Að lokum langar mig að þakka stjórnarfólki fyrir mjög gott samstarf og hvatningu, fararstjórum fyrir þeirra framlag og félögum sem og öðrum sem tóku þátt í ferðum.
Með kærri göngukveðju,
Pernilla Rein
Formaður
Ferðafélag Ísfirðinga 12.mars 2020
Ársskýrsla formanns – starfsárið 2019-2020
Ný stjórn tók til starfa eftir síðasta aðalfund 2019 og var sú stjórn nær öll blaut á bak við eyrun, en hafði þó Hilmar Pálsson reynda kempu sér til halds og trausts. Hann lagði fyrir okkur línurnar og í framhaldi af því komum við saman á nokkrum stjórnarfundum þar sem rætt var um hvernig skipulag starfsársins skyldi verða. Fráfarandi stjórn hafði reyndar skipulagt gönguferðir sumarsins og þá var bara að vaða í það að hafa samband við leiðsögumenn þeirra ferða og minna fólk á hverja göngu fyrir sig. Einnig þurfti að skipuleggja rútuferðir, ef að á þeim þyrfti að halda, sameinast í bíla og halda af stað. Stjórnin lagði upp með það að það yrði alltaf einhver stjórnarmaður með í hverri ferð sem myndi fylgja hópnum með sjúkrakassa í malnum ef á þyrfti að halda.
Á vordögum ákvað stjórnin að hafa samband við Marinó Hákonarson um að gera fyrir okkur nokkra kassa úr ryðfríu stáli fyrir gestabækur til að setja upp á þeim stöðum sem okkur fannst vanta á. Einnig keyptum við nokkrar gestabækur og plasttöskur til að skýla þeim fyrir veðri og vindum. Nýr kassi var settur í Mýrafellið og skipt um bækur á Fossavatni og í Naustahvilft. Það á svo eftir að koma hinum kössunum fyrir upp á Hnífum og í Þjófaskarði.
Gönguferðir sumarsins tókust með ágætum vel. Allir komu heilir heim en að vísu sumir með nokkrar rispur hér og þar og “nýveidda “síma. Að þeim loknum var farið í það að skipuleggja næsta ferðaár. Kallað var til almenns fundar og fóru margir á flug með gönguferðir fyrir næsta sumar. Undir vaskri stjórn ferðanefndarinnar kom margt gott út úr því, og fjölbreyttar og spennandi ferðir eru á dagskrá félagsins hvað komandi gönguferðir í sumar og haust snertir.
Leitað var til okkar um að koma á vikulegum göngum í september en það voru hinar svokölluðu Lýðheilsugöngur. Þær voru vikulega í september um allt land. Tókust þær göngur mjög vel, og reyndar var svo mikil ánægja með þær að við ákváðum við að halda þeim áfram fram í nóvember. Reiknast mér til að gengnir hafi verið um 50 kílómetrar samanlagt á þeim kvöldum.
Hin árlega súpuganga var svo haldin í október og í þeirri göngu var rúsínan í pylsuendanum sú að verðlaunaður var göngufélagi ársins 2019. Það kom í hlut Ómars Smára Kristinssonar að taka við þeim verðlaunum og var hann vel að þeim verðlaunum kominn. Ómar Smári var þá floginn út í heim, en tilnefndi Eggert Stefánsson til að taka við verðlaununum.
Í janúarbyrjun settust síðan stjórnarmenn niður með Ómari Smára og lögðu drög að gerð söngbókar sem gefin yrði út til minningar um fallinn félaga okkar allra Hermann Níelsson íþróttakennara og gönguhrólf með meiru. Hermann átti mjög drjúgan þátt í því að endurreisa félagið árið 2010 eftir að það hafði legið í dvala um skeið. Er sú bók á lokrametrunum í vinnslu hjá þeim frábæru listamönnum Ómari Smára og konu hans Nínu. Munu allir félagsmenn sem greitt hafa árlegt félagsgjald 2019 fá afhent eintak af bókinni með árbókinni í vor.
Stjórn félagsins vill hvetja menn og konur til að njóta náttúrunnar og skella sér í göngur með félaginu, eða á eigin vegum. Þá hefur verið ákveðið í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Hákon Jónsson leiðsögumann að halda námskeið á vordögum þar sem að kennt verður hvernig rétt er staðið að því að setja í bakpoka, til góðrar dagsferðar og læra á og vinna með gps staðsetningartæki. Stjórnin ákvað síðan á síðasta stjórnarfundi að niðurgreiða það námskeið til félagsmanna. Verður dagsetning námskeiðsins og fyrirkomulag auglýst nánar síðar.
Ég vil að lokum nota tækifærið og þakka öllum sem unnu með okkur og komu með okkur í ferðir á síðasta starfsári og óska þess að þetta félag muni lengi lifa.
Góðar stundir. Edda Björk
Kæri félagi
Göngusumarið 2019 er hafið hjá Ferðafélagi Ísfirðinga og er 21 ferð á ferðaáætlun félagsins þetta árið. Ferðirnar í ár eru líkt og áður fjölbreyttar en flestar þeirra eru gönguferðir. Það er þó líkt og fyrri ár boðið upp á eina hjólaferð. Einnig er á áætluninni að finna a.m.k. fjórar ferðir sem flokkast undir vera svokallaðar fjölskylduferðir og um leið sögugöngur. Reynt var að gæta þess að sem flestir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi og hafa þær af mismunandi erfiðleikastigi (1 – 3 skór). Vonandi finna sem flestir ferð við sitt hæfi. Flestar ferðirnar eru dagsferðir en einnig er boðið upp á lengri ferðir. Þeir sem hyggjast fara í þær verða þó að skrá sig fyrirfram. Ferðaáætlunin fylgir með fréttabréfinu en hana er einnig hægt að sjá á fésbók félagsins undir heitinu skrár. Allar ferðir eru vel auglýstar í götuauglýsingum, á fésbókarsíðu félagsins og með tölvupósti. Fólk getur óskað eftir því að vera á póstlista félagsins með því að senda póst á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com. Ferðaáætlun félagsins er einnig að finna á heimasíðu Ferðafélags Íslands www.fi.is
Ferðir Ferðafélags Ísfirðinga eru ókeypis nema annað sé tekið fram og standa öllum til boða hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Það þarf ekki að skrá sig í ferðir félagsins nema það sé tekið fram sérstaklega. Við bjóðum alla sem áhuga hafa á að koma í félagið velkomna og minnum á að þeir sem gerast félagsmenn í Ferðafélagi Ísfirðinga gerast jafnframt félagar í Ferðafélagi Íslands. Þeir eignast einnig árbók FÍ. Félagsskírteini FÍ veitir félögum og fjölskyldum þeirra afslátt í ferðum FÍ og deilda þess, afslátt af gistigjaldi í skálum FÍ, auk þess sem fjölmörg fyrirtæki veita afslátt af vörum og þjónustu. Frekari upplýsingar er að finna á slóðinni https://www.fi.is/is/um-fi/fi-felagar. Þeir sem óska eftir inngöngu í félagið geta sent póst á netfang formanns félagsins en það er steinbjork(at)simnet.is
Með þessu bréfi fylgir greiðsluseðill fyrir árgjaldinu 2019 en það er 7.800 kr., - og fá félagar afhenta Árbók FÍ þegar það hefur verið greitt. Hjón eða sambýlisfólk ,sem bæði eru skráð í Ferðafélag Ísfirðinga greiða eitt og hálft árgjald., fá tvö félagsskírteini en einungis eina árbók. Það hjóna / sambýlisfólks sem eldra er, er rukkað um hálfa gjaldið.
Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út í nítugasta og annað sinn. Viðfangsefni hennar er Mosfellsheiðin en hún hefur gegnt merkilegu hlutverki í sögu samgangna milli Innnesja og Árnessýslu frá upphafi og lumar á ótal skemmtilegum gönguleiðum, sumum vörðum prýddum eins og forsíða bókarinnar ber vitni um.
Höfundar árbókarinnar eru þrír: Bjarki Bjarnason, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Jón Svanþórsson. Þau eru öll þaulkunnug heiðinni og lýsa náttúrufari hennar, landslagi og ferðaleiðum auk þess að færa lesendum sögulegan fróðleik þar sem Þingvellir koma mjög við sögu.
Bókin er 244 blaðsíður með 190 ljósmyndum og teikningum ásamt 19 uppdráttum Guðmundar Ó. Ingvarssonar. Hjónin Þóra Hrönn Njálsdóttir og Sigurjón Pétursson eru höfundar langflestra þeirra ljósmynda sem voru beinlínis teknar fyrir útgáfuna. Að auki eru birtar gamlar ljósmyndir úr ýmsum áttum. Heimildaskrá ásamt mannanafna- og staðanafnaskrá eru á hefðbundnum stað. Að venju er í bókarlok yfirlit yfir starf Ferðafélagsins og deilda þess á landsbyggðinni á árinu 2018.
Ritstjóri árbókarinnar er Gísli Már Gíslason, og ritnefnd skipa auk hans Daníel Bergmann, Eiríkur Þormóðsson og Guðrún Kvaran.
Aðalfundur Ferðafélags Ísfirðinga var haldinn 4.apríl en þar sem að ekki tókst að skipa í öll embætti stjórnar á fundinum var haldinn framhaldsaðalfundur 17.apríl.
Stjórn Ferðafélags Ísfirðinga er þannig skipuð:
Edda Björk Magnúsdóttir formaður.
Marinó Arnórsson varaformaður
Hildur Valsdóttir gjaldkeri
Emil Ingi Emilsson ritari
Hilmar Pálsson meðstjórnandi
Andrea S. Harðardóttir varamaður
Anna Lind Ragnarsdóttir varamaður
Göngunefnd sér um að skipuleggja og halda utan um allar göngur félagsins. Göngunefnd skipar öll stjórn félagsins en auk hennar situr í henni Þröstur Jóhannsson sem gegnir þar embætti formanns.
Fræðslunefnd sér um að auglýsa ferðir félagsins og senda upplýsingar á póstlista en í henni sitja Hilmar Pálsson og Hjörtur A. Sigurðsson.
Starf Ferðafélags Ísfirðinga er borið uppi af hópi áhugamanna um útivist og gönguferðir. Fjölmargir fararstjórar leggja okkur lið við að leiða göngur og fræða um leið þátttakendur í gönguferðum um fallegar og áhugaverðar slóðir. Vonumst til að sjá ykkur sem flest í þeim gönguferðum sem í boði eru. Góða ferð!
Með göngukveðju,
f.h. stjórnar Ferðafélags Ísfirðinga Edda Björk Magnúsdóttir
Faðminn breiða fjöllin blá
fjöturs greiða böndin.
Alltaf seiðir einhver þrá
inn í heiðalöndin.
Þorfinnur Jónsson Ingveldarstöðum
Ferðafélag Ísfirðinga
Fésbók: Ferðafélag Ísfirðinga
Netfang: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Vefsíða: www.ferdafis.is
Aðalfundur Ferðafélags Ísfirðinga var haldinn í Menntaskólanum á Ísafirði fimmtudaginn 12.mars. Formaður félagsins flutti í byrjun fundarins skýrslu um starfsemi félagsins á nýafstöðnu starfsári. Reikningar félagsins voru síðan lagðir fram til samþykktar og að því loknu var gengið til kosninga í stjórn félagsins. Stjórn félagsins skipa nú eftirtaldir aðilar:
Edda Björk Magnúsdóttir, formaður
Emil Ingi Emilsson, ritari
Hildur Valsdóttir, gjaldkeri
Ragnar Ágúst Kristinsson, meðstjórnandi
Magnús Ingi Jónsson, meðstjórnandi
Hilmar Pálsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir margra ára setu í stjórn og voru honum þökkuð fórnfús og óeigingjörn störf í þágu félagsins.
Nýkjörin stjórn fundaði fljótlega eftir aðalfundinn og setti saman starfsáætlun félagsins. Ákveðið var að halda tvö námskeið fyrir félagsmenn í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Á öðru þeirra var gert ráð fyrir að fara í grunnatriði í notkun GPS staðsetningartækja og rötun en á hinu hvernig best væri að standa að því að setja í bakpoka til lengri og styttri ferða. Það varð því miður að fella þau niður vegna COVID veirunnar. Þessi námskeið verða haldin um leið og aðstæður í samfélaginu leyfa.
Á ferðaáætlun félagsins voru 26 ferðir. Fyrsta ferðin var innanbæjarganga og um leið söguferð um Ísafjörð og sú síðasta var svokölluð súpuferð en það er hefð fyrir því að bjóða upp á súpu í lok síðustu ferðar félagsins á hverju starfsári ásamt ýmsu öðru góðgæti. Göngudagurinn var 3. október og gengið var upp Núpsdal í Dýrafirði nú í ár. Mjög góð þátttaka var í sumum þeirra eins og göngunni frá Kollsvík yfir í Breiðuvík, göngunni yfir Hnífsdalsheiði og síðast en ekki síst göngunni eftir Snæfjallaströnd en í henni gengu yfir 30 manns. Það varð þó því miður að sleppa úr nokkrum gönguferðum vegna veðurhams eða COVID veirunnar þ.á.m. ferðum yfir Skálmardalsheiði og Lokinhamraheiði. Þessar ferðir eru reyndar komnar aftur á dagskrá og þá á áætlun yfir ferðir félagsins sumarið 2021.
Í janúarbyrjun settust stjórnarmenn niður með Ómari Smára Kristinssyni og lögðu drög að útgáfu söngbókar sem gefin yrði út til minningar um fallinn félaga okkar Hermann Níelsson, íþróttakennara og gönguhrólf með meiru. Hermann átti mjög drjúgan þátt í því að endurreisa félagið árið 2010 eftir að það hafði legið í dvala um skeið. Þessi bók kom svo út í byrjun sumars og eiga Ómar Smári og eiginkona hans Nína Ivanova mestan heiðurinn af útgáfu hennar. Í bókinni eru reyndar ekki eingöngu sönglög heldur fróðleikur um starfsemi félagsins fyrr og síðar ásamt ýmsu skemmtiefni m.a.s. ættað frá Pétri Þorsteinssyni afdjöflunarpresti í kirkju Óháða safnaðarins. Henni var svo dreift ókeypis til allra félagsmanna. Bókin er einnig til sölu og ágætt að nota þetta tækifæri til að auglýsa það.
Félagið eignaðist einnig sitt eigið félagsmerki. Þetta er glæsilegt merki og á eftir að sóma sér vel fyrir félagið. Merkið var samvinnuverkefni félaga FFÍS en þeir sýndu þessu verki mikinn áhuga og sendu inn margar þarfar athugasemdir eða tillögur. Stjórn félagsins vill koma á framfæri þökkum til þeirra fyrir áhugann, hvatninguna og vinnuna. Höfundur merkisins er Sunnlendingurinn Ómar Smári Kristinsson sem einnig hefur tekið að sér að útbúa skemmtilega og vel útfærða kynningu á gönguferðum félagsins sem sjá má þegar vefsíða félagsins er skoðuð.
Félagið hefur unnið að því að láta smíða nokkra kassa úr ryðfríu stáli fyrir gestabækur til að setja upp á nokkrum stöðum þ.á.m. Mýrafelli í Dýrafirði og einnig skipt um gestabækur á Fossavatni og í Naustahvilft.
Það hefur í heild verið mikil gróska í starfsemi félagsins nú í ár og nokkur fjölgun orðið á þeim sem skráðir eru í félagið. Þá má einnig geta þess að fjöldi þeirra sem eru skráðir á fésbók félagsins náði því að fara yfir 1000 í sumar. Ný vefsíða verður einnig brátt tekin í notkun og verður hún án efa þörf viðbót við fésbókarsíðu félagsins. Stjórn félagsins vill hvetja menn og konur til að njóta náttúrunnar og drífa sig í göngur með félaginu, eða á eigin vegum. Það er mikilvægt að vera jákvæður og líta björtum augum fram á ferðaveginn.
Þá efndi félagið til samkeppni um hátíðarljóð félagsins. Sigurvegarinn í þeirri samkeppni var Jón Hallfreð Engilbertsson ættaður frá Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd. Það er vel við hæfi að ljúka þessari yfirferð um starfsemi félagsins á þessu starfsári með einu erindi úr þessu fallega ljóði.
Hreinu lofti öndum inn
útivistin bætir.
Heilsu eflum sérhvert sinn
sál og anda kætir.
Náttúrunnar njótum við
sú návist heillar alla.
Göngum saman hlið við hlið
höldum upp til fjalla.
Jón Hallfreð Engilbertsson
Emil Ingi Emilsson, ritari í stjórn Ferðafélags Ísfirðinga