Ferðafélag Ísfirðinga eru frjáls félagasamtök með útivist á stefnuskrá sinni. Það var stofnað í febrúar 2010. Þá hafði svæðið verið ferðafélagslaust í tæp 15 ár. Félagið er aðili að Ferðafélagi Íslands.

Meðlimir Ferðafélags Ísfirðinga njóta allra kjara sem Ferðafélag Íslands býður upp á:
Árbók FÍ innifalin í árgjaldi
afsláttur í ferðir FÍ og gistingu í skálum þess
félagsréttindi í sænskum, norskum og finnskum ferðafélögum, afslættir hjá nærri 30 verslunum og þjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og víðar. Meðlimir fá einnig afslátt í ferðir síns eigin félags í þeim tilfellum þegar það kostar í þær.

Árgjald 2021 er 8700 kr.

Umsókn um félagsaðild í Ferðafélagi Ísfirðinga

Ég vil ganga með!

Kennitala: 700410-0560

Reikningsnúmer: 0556-26-000451

ferdafelag.isfirdinga@gmail.com