Ferðafélag Ísafjarðar
Gönguferð – Snæfjallaströnd – 11.júlí. 2020
Heil og sæl
Hér kemur ferðaáætlunin.
Tímasetning, staður | Hvað gerum við? |
Lagt af stað kl. 08.00- Sundahöfn á Ísafirði | Mæta kl. 7:30 – gott að hafa tíma til að ganga frá greiðslum. |
10:00 – Tyrðilmýri
Förum með bátnum Ölver og í gúmmíbát í land. Páll Jóhannesson og Anna Magnúsdóttir flytja frá Bæjum árið 1995 og þar með lagðist öll byggð í eyði í hreppnum, Unaðsdalur 1993.
|
Kynning þátttakenda, yfirlit ferðar, söguspjall um Kaldalón (Lónhóll og Trymbilstaðir), Lónseyri, Bæi, kúgildisskafl og Bæjadrauginn, Lyngholt og Salbjörgu Jóhannsdóttur ljósmóður, Tyrðilmýri, Mýravirkjun (bændur og síðar OV) og Unaðsdal sem er landnámsjörð – Ólafur jafnakollur en hann nam Langadals- og Snæfjallaströnd allt til Sandeyraróss), kirkjan
Dalbær- Snjáfjallasetur – Steinhús Búseta og mannlíf almennt Hreppamörk annars vegar við ána Mórillu í Kaldalóni og hins vegar við lækinn Míganda í Vébjarnarnúp. Gerum nokkrar æfingar og tökum lagið áður en ferðin hefst. Raddprófun! |
10:45 – Hávarðarstaðir | Fornminjar sem eru friðaðar – Hávarðarsaga Ísfirðings – söguspjall |
Skeljavík – Bergsel | Tóftir og nytjar Æðeyjarbænda |
Æðey – Djúphólmi – Hólmasund | Búseta og mannlíf, stærst eyja í Ísafjarðardjúpi, láglend en hún er hæst 34 m. y.s. við svokallaða Stóruborg, verið í byggð um aldir, Jónas Helgason og Katrín Alexíusdóttir voru síðustu bændur, vetrarmenn undir það síðasta.
Sauðfjárhald, sjóróðrar, fugla- og dúntekja. Mikið fuglalíf mest af æðarfugli en einnig teistu og nokkuð um lunda. Spánverjavíg – 5 drepnir í eynni. |
Grímshamarkleif | Það er smáskafl undir kleifinni að utanverðu en við sigrum þessa smáhindrun með glæsibrag |
Garðar | Munnmæli um býli til forna, kirkja, Kirkjusteinar og Kirkjutungur, Garðabryggja,… |
Eyjarhlíð – reyndar aðeins sýnd vera á milli skarða á korti en nær lengra inn eftir ströndu – nafnið kennt við Æðey | Hlíðaburkni – hefur aðeins fundist á tveimur stöðum á landinu – Hesteyri og í Eyjarhlíð á Snæfjallaströnd (Hörður Kristinsson,2011), tignarlegt hamrabelti,… |
Innraskarð | |
Hlíðará, Hlíðarhús en bærinn er um 7 km frá Unaðsdal, Hlíðarhús fóru í eyði 1932 en enn mótar mjög vel fyrir rústum eða tóftum (tóttum) | Nestistími
Búseta og mannlíf, … Horblettur – tvö býli nefnd Hlíðarhús – byggð í landi Æðeyjar – einnig nokkur íveruhús eða tómthúsbýli – 5 fjölskyldur um aldamótin 1900 – síðast bjuggu þarna Egill Jónsson og Guðrún Jónsdóttir sem síðar fluttu að Kambsnesi við Álftafjörð og síðar að Ytrihúsum í Arnardal við Skutulsfjörð. Það brestur á með söng! |
Möngufoss í Hlíðará (Skarká) | 80 – 100 m. hár, tígulegastur fossa við Ísafjarðardjúp, munnmælasaga um fjársjóð, Margrét Þórðardóttir – einþáttungur Gunnhildar Bjarkar Elíasdóttur |
Vogar – Skarðsrjóður | Sléttar grundir, kjarr, vel gróið berjalyng og mikil og lagskipt hamraþil. |
Ytraskarð | Gönguleið yfir í Grunnavík – við förum hana ekki a.m.k. ekki í þetta skiptið |
Hraun – Skarðshraun | Jarðfræði – mjög gott berjaland (sennilega lítið um ber núna), gatan víða rudd og upphlaðin, |
Naustavík | Búseta og mannlíf, skipanaust, Ótúel Vagnsson, |
Hóltún | Tóttir af býli, |
Skarð – eyðibýli tæpa 11 km frá Unaðsdal, fór í eyði 1938 og tók síðan af í snjóflóði 1944 – bærinn stóð við Ytriskarðsá, | Nestistími
Búseta og mannlíf, alþýðumaðurinn og skrifarinn Bjarni Jónsson, Jakob Kolbeinsson bjó þar síðast ásamt eiginkonu sinni, Símoníu Sigurðardóttur sem fluttu þaðan til Ísafjarðar. |
Sandeyri – rúmlega 15 km frá Unaðsdal – fór í eyði 1952 – | Búseta og mannlíf, Spánverjavígin – 13 drepnir , Ari í Ögri, Jón lærði Guðmundsson, vatnsaflsvirkjun, löngum stórbýli, reisulegt tveggja hæða steinhús,
Það brestur á með söng! |
Berjadalsá – um 16,5 km. frá Unaðsdal – | Búseta og mannlíf, á bökkum árinnar stóðu nokkur tómthúsbýli, um og fyrir aldamótin 1900 og þaðan stunduðu menn útróðra m.a. vermenn úr Strandasýslu, áin skiptir löndum á milli Sandeyrar og Snæfjalla, leiðin upp á Snæfjallaheiði liggur upp með Íralæk rétt utan við Berjadalsá upp sneiðinga í svonefndri Kinn, Sumarliði póstur bjó þar í Samúelshúsi við Berjadalsá, rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson og sagan Harmur englanna (2009), Friðrikka Jónína Jónsdóttir Búsk og hennar eiginmaður Betúel Jón Friðriksson. Þarna bjuggu einnig á tímabili móðurforeldrar Steins Steinarrs |
Snæfjöll – rúmum 17,5 km frá Unaðsdal – búið hér til ársins 1948 | Nestistími
Búseta og mannlíf, skóli, kirkjustaður og prestssetur, kirkjugarður, Margrét Þórðardóttir og Sr. Tómas Þórðarson, síðasti prestur var Sr. Hjalti Þorláksson sem hlýtur frekar ónotaleg eftirmæli í æviskrám dr. Páls Eggerts Ólasonar. Snæfjalladraugurinn, Snæfjallabryggja, Jón lærði Guðmundsson, landnámsjörð (Þórólfur fasthaldi en hann nam land frá Sandeyrará til Gýgjarsporsár. Rósinkar Kolbeinsson og Jakobína Gísladóttir, Ólafur Pétursson og Sigríður Samúelsdóttir. Ótúel Vagnsson,… Berggangur er nefnist Snæfjallabryggja og e.t.v. sami berggangur og rís handan Djúps og nefnist Arnarneshamar Skóli og þinghús hreppsins þar á sínum tíma. (brotinn skorsteinn í húsarústunum) Það brestur á með söng. |
Gullhúsá – um 18 km frá Unaðsdal – búið til ársins 1947 í Maríasarhúsi | Búseta og mannlíf
Marías Jakobsson og Guðrún Jónsdóttir, Gísli Jón Gíslason og Guðmundína Ingimundardóttir |
Berurjóður, búsetu lauk 1943 | Búseta og mannlíf, Hafliði Gunnarsson og María Pálmadóttir, Hafliði var lipur í klettum fram eftir ævi og náði oft í fé sem komið var í ógöngur í Bjarnarnúpi |
Snæfjöll – kl. 18:30 | Heimferð – siglt út fyrir Vébjarnarnúp ef það er tími fyrir siglingu.
Það brestur á með söng! |
Fyrir utan Berurjóður | Togarinn Notts County og strand hans 1968 (Ross Cleveland og Heiðrún II +) |
Súrnidalur, Mígandi, Vébjarnarnúpur um 400 m hátt þverhnípt bjarg í fjöru á um þriggja km kafla | Sumarliði póstur og hans síðasta póstferð 1920, Vébjörn og meinleg örlög hans, munnmælasaga um Súrnadal |
Dokkan á Ísafirði ? | Djúpið? |
Greiðslur: við brottför greiða þeir sem eru félagsmenn 7.500 kr. en aðrir 10.000 kr. Það er hægt að greiða með greiðslukorti.
Vellíðan og öryggi: ég legg að sjálfsögðu gríðarlega mikla áherslu á þessa tvo þætti. Það er mikilvægt að öllum líði vel í ferðinni en það tryggjum við með því að hugsa jákvætt, gefa af okkur og vera tilbúin að taka við hjá öðrum.
Það eru svo ákveðin öryggisatriði sem nauðsynlegt er að fara eftir í ferðinni.
Í bátnum er mikilvægt að hlusta á og fara í öllu eftir fyrirmælum skipstjóra hvað varðar öryggi í bátsferðinni og þá ekki hvað síst þegar farið er í gúmmíbátinn og úr honum aftur. Það er því miður ekki búið að setja niður flotbryggjuna við aðstöðuna við bæinn Tyrðilmýri en það verður engin hindrun því landtaka mun auðveldlega takast með lagni og varkárni.
Í gönguferðinni sjálfri er það ég sem fararstjóri sem ber alla ábyrgð. Ég legg gríðarlega mikla áherslu á öryggisþáttinn. Ég verð alltaf fremstur í göngunni og mun einnig fá nokkra sjálfboðaliða til að skiptast á um að vera aftast. Skyndihjálpartaska verður einnig með sem staðalbúnaður.
Rætur: Ég veit einnig að sum ykkar eigið rætur að rekja til bæja á göngusvæðinu og það er bara sjálfsagt að hleypa ykkur að með upplýsingum um það. Það gerir gönguna bara skemmtilegri og um leið persónulegri. Takið þetta samt ekki of persónulega!
Umsjón með tónlist og söng hefur Ingibjörg G. Guðmundsdóttir.
Helga Hausner mun sjá um fræðslu um gróður og plöntur en þess má geta að á göngusvæðinu eru margar mjög fágætar plöntur s.s. dökkasef, ferlaufungur, fjallabláklukka, hrísastör, línarfi, mánajurt, skollaber, skollakambur, þúsundblaðarós og síðast en ekki síst hlíðaburkni.
Þúsundblaðarósin má segja að sé auðkennisplanta strandarinnar en þetta er stórvaxinn burkni sem vex eingöngu í snjódældum.
Gunnhildur Björk Elíasardóttir mun flytja einþáttung um Margréti Þórðardóttur við Möngufoss.
Látið mig endilega vita ef það eru einhverjar séróskir.
Það er einnig nauðsynlegt að skoða vel veðurspár kvöldið fyrir brottför og klæða sig eftir veðri, hafa með sér gott og næringarríkt nesti og síðast en ekki síst jákvætt hugarfar! Við látum ekkert stoppa okkur og þær hindranir sem verða á vegi okkar sigrum við.
Sjáumst hress og kát á laugardaginn!
„Kvöld“ Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur og svalar bárur lauga fjörustein og upp af bláum öldum mistrið stígur og úðans perlur titra á skógargrein og handan yfir hafið til mín flýgur eitt heiðríkt vor sem læknar gömul mein. Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur og svalar bárur lauga fjörustein. (Dósóþeus Tímótheusson Djúpmaður.)