Ávarp heimasíðusmiðsins í mars 2021.
Nína Ivanova, 20. mars 2021.
Hæ, gott fólk.
ferðafís punktur ís hljómar vel og verður nafn Férðafélags Ísfirðinga á netinu!
Þetta er allt að koma.
- Við keyptum lén ferdafis.is hjá ÍSNIC og árgjald léns er 6.293 kr.
- Síða verður hýst hjá Snerpu, lénhýsing Gull sem kostar 2.990 kr. á mánuði.
Innifalið er:
Allt að 5 GB af efni á vefþjóni og FTP aðgangur
SSL lykill frá Lets Encrypt
Rekstur tveggja nafnamiðlara
5 netföng innifalið með 2GB pósthólfi
MySQL gagnagrunnur
Ruslpóstvörn
Dagleg afritun út úr húsi
Ekkert stofngjald - Til að setja síðu á rétta lén ég – heimasíðusmiður – þarf að fá kortanúmer hjá öllum félögum í FFÍ, blóðflokk og nöfn barnabarna – DJÓK – ég þarf bara aðgang að ISNIC innskráningu og þá getum við keypt áskrift í Snerpu.
Þá mun ég flytja síðu frá tímabundnum stað sem hún er núna á (landmannalaugar.info/ffi) – heim! - Flest innihaldi er komið, grind er eins og hún er.
Það má gera tillögur um stafastærð, lit og óskir um auka efnisflokka. Kannski tek ég mark á einhverju. - Heimasíðu þarf að halda við – venjulega kostar þannig vinna um 4.000 á mánuði. Við getum samið vestfirskan díl um það…
Það þarf líka að fylla síðu með nýju efni og Nína mun reyna að kenna Smára, Emili og hverjum sem er aðal handtök (sem valda ekki martröðum) og þá sjáum við til hvernig gengur. Og semjum þá ef þarf.
Við eigum eftir að setja myndir af eldri ferðum – undir MYNDIR, 2010 og 2020 eru komnar. Efni í hínar férðir er allt til – Smári er búinn að græja það allt nú þegar. En heimasíðusmiður er að setja upp sýningu 24.03. í gallerí Úthverfu og er í hlutverki listamannsins þessa dagana með tilheyrandi stressi og hárreitingum.
Takk fyiri skilning og þolinmóða bíð eftir síðu.
gangi ykkur vel að ganga!
Nína