Ari Tausti Guðmundsson, 2001.
Íslenskar eldstöðvar.
Rosalega
flott bók með nýjasta nýtt úr kenningaheimi jarðfræðinnar.
Reynt er að gera hinum flóknu fræðum skil á mannamáli.
Töflur og skýringarmyndir hjálpa til og ljósmyndirnar
eru glæsilegar.
Einn
kaflinn (15 blaðsíður) fjallar um Torfajökulskerfið,
en Landmannalaugar
og litskrúðugu rýólítfjöllin þar í kring, eru innan
þess svæðis. En það eru fleiri eldstöðvar sem koma
við sögu á Landmannaafrétti og er líka fjallað um þau:
Heklukerfið og sérstaklega Bárðarbungukerfið (Veiðivatnasvæðið).
Tindfjallajökulskerfið og
Kötlukerfið eru málinu heldur ekki óviðkomandi. Alls
er fjallað um 26 eldstöðvakerfi á Íslandi.
Ari
Tausti Guðmundsson og
Pétur Þorleifsson, 1999.
Fólk á fjöllum. Gönguleiðir á 101 tind.
Karlrembusjónarmiðið
að komast uppá er hér gegnumgangandi.
Ansi
skemmtileg bók, finnst mér. Leiðunum er lýst með orðum,
erfiðleikaskölum og landakortum og vega- og tímalengdir
eru áætlaðar.
Brennisteinsalda,
Löðmundur, Valahnúkar
og Hekla fá umfjöllun.
Ekki má taka bók þessa of alvarlega. T.d.
er ekki lýst bestu leiðinni upp á Löðmund og farið er
vitlaust með örnefni (Skálin er orðin að Sveinsgili).
Austurleið
SBS, 2003. Sumar-Summer-Sommer 2003. Ferðaáætlun.
Timetable Bustours.
Zeittabelle Bus-Fahrplan.
Austurleið
SBS er með einu áætlunarferðirnar inn á Fjallabakssvæðið
(suðursvæðið líka) Ókeypis ferðaáætlun sýnir þessar
og allar hinar leiðir fyrirtækisins ásamt tímatöflum
og smávegis leiðarlýsingum. Verðskrá er í bæklingnum.
Austurleið
SBS has the only scedual bustours on the area (also
at the southern part of this mountain area). A free
timetable brochure shows those routes (and the rest
of that companies routes) togeather with a brief tour-description.
The price lists are there too.
Austurleið
SBS bietet den einzigen regelmässigen Verbindungen zu
dieser Umgebung (und auch zum südlicheren Teil dieses
Berggebietes). Diese und sonstige Reisen dieser Firma
sind mit Zeittabellen, Bus- Fahrplänen und Kurzbeschreibungen
geschildert. Die Preislisten sind auch drin.
Árbækur
Ferðafélags Íslands 1940, 1945 og 1976
Auk
þeirra greina sem vitnað er í á öðrum stöðum í lista
þessum (í árbókum 1933, 1952 og 1988), þá er í þessum
árbókum að finna lýsingu á nálægustu svæðunum. Árbók
1940 fjallar um Veiðivötn, 1945 um Heklu og 1976 um
Fjallabaksleið syðri.
Bragi
Sigurjónsson (ritstjóri), 1983. Göngur og réttir, fyrsta
bindi
Það
er ekki skrítið þó að 47 af blaðsíðum þessarar bókar
fjalli um Landmannaafrétt,
hann er svo mikið svæði að smala og voru (eru) fjallferðirnar
hápunktur ársins hjá mörgum.
Lesningin er skemmtilegust fyrir smalana
sjálfa eða aðra sem eru vel að sér í staðháttum, því
þarna er talað mikið um örnefni og legu lands.
Ítarlegasti kaflinn fjallar um fjallferðir
og réttir á fyrri hluta 20. aldar en styttri kafli er
um fyrirkomulagið eftir 1962.
Nokkrar sögur af seinni leitum og lýsingar
á hrakningum fylgja með. Kaflahöfundar eru Guðmundur
Árnason og Guðlaugur Tr. Karlsson.
Conseil
pour la Protection de la Nature, 1985.
La Réserve Naturelle de Fjallabak.
C´est
le seul material du cette suject produse en Islande
en francais. Avec la nouvelle production en ans 2002
la version en francais est tombe! Marveilleus hein?
Mais dans le magasin en Landmannalaugar
il reste quelques exemplars.
Eiríkur
St. Eiríksson, 2002.
Stangveiðihandbókin 1, veiðiár og veiðivötn á Íslandi.
Þessi
fyrsta bók í seríunni fjallar m.a. um vötnin
á Fjallabakssvæðinu, hvernig fiskur
er í þeim og hver sé veiðivon. Enn eru þetta glænýjar
upplýsingar en hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum
bransa.
Freysteinn
Sigurðsson, 1988. Fold og vötn að Fjallabaki.
Árbók Ferðafélags Íslands
1988.
Fréttabréf
Ferðafélags Íslands.
Vilji
maður fylgjast með mannvirkjaframkvæmdum í Landmannalaugum
og Hrafntinnuskeri,
þá birtast nýjustu fréttir um það í fréttabréfunum.
Gísli
Már Gíslason (ritstjóri), 1994. Jeppar á fjöllum.
Handbók hálendisfarans.
Notadrjúg
handbók.
Þar er fjallað um útbúnað bæði manna og bíla,
sögu hálendisferða, náttúruvernd og skipulag, óbyggðaskála
og sæluhús, félagshópa og samtök, akstur við erfiðar
aðstæður (í snjó, sandbleytu, engu skyggni o.s.frv.),
skyndihjálp og viðbrögð við hættum, veðrið og áhrif
þess, landmælingar og landakort og heilmikið um uppbyggingu,
eiginleika og tegundir jeppa.
Meðal annars er fjallað um skírsluna um Fjallabakssvæðið
(stefnumörkun í byggingar-og skipulagsmálum)
Guðjón
Ó. Magnússon, 1985. Gönguleiðir að Fjallabaki.
Fræðslurit Ferðafélags
Íslands I.
Ekkert
rit, að undanskildum friðlandsbæklingi Náttúruverndarráðs,
fjallar jafn hreint og klárt um Fjallabakssvæðið og
þetta hér. Hérna er kjöt á beinunum, þó bókin sé lítil,
létt og vasavæn.
Sjálfur skrifar höfundur ágæta kafla um jarðfræði og
sögu svæðisins og svo fær hann til liðs við sig aðra
höfunda til að fjalla um önnur málefni.
Bestu gróðurlýsingu sem ég hef fundið um
Landmannalaugar er í kafla í þessu hefti eftir Eyþór
Einarsson (ég hef reyndar grun um að kafli hans um
lífríki svæðisins ætli að keppa við boðorðin tíu um
lífseiglu. Hlutar hans ganga aftur í gömlum og nýjum
bæklingum Náttúruverndarinnar og í skýrslu Samráðsnefndar
um friðland að Fjallabaki um stefnumarkanir ýmsar).
En fyrst og fremst er þetta göngubæklingur og gefur
Guðjón mörg og góð ráð bæði varðandi undirbúning og
útbúnað og um gönguleiðirnar sjálfar.
Þar eru líka einföld kort. En þessari góðu
bók eru takmörk sett.
Í fyrsta lagi er hún frá því 1985 og síðan
hefur ýmislegt breyst í heiminum.
Í öðru lagi er einkum gefinn gaumur að nærumhverfi
útgefanda hennar, sem er Ferðafélag Íslands.
Eðlilega
þarf einhversstaðar að draga mörkin, ef bókin á að vera
lítil og létt, en með þessu vil ég bara segja að hún
er ekki tæmandi rit um þá nær óþrjótandi möguleika sem
Landmannaafréttur býður upp á í náttúruskoðun og gönguferðum.
Guðmundur
Árnason, 1929. Örnefni á Landmannaafrétti.
Árbók
fornleifafélagsins 1929
12
blaðsíðna ferð um afréttinn (beggja vegna Tungnaár)
þar sem talin eru upp örnefni. Legu lands er lýst og
mikið vitnað í höfuðáttirnar en sparlega farið með annan
fróðleik, nema í þeim tilfellum (ekki mörgum) þar sem
reynt er að útskýra hvernig staðið gæti á hinum eða
þessum nafngiftum.
Guðmundur
Páll Ólafsson, 2000. Hálendið í náttúru Íslands.
Eitt
flottasta og fróðlegasta verk allra tíma um hálendið,
en vissulega ekki til þess fallið að hafa með sér á
ferðalögum. Það er meira lagt upp úr því að lýsa lands-
og lífheildum, heldur en að taka staði sérstaklega fyrir.
Heilmikið má samt fræðast um Fjallabakssvæðið/Landmannaafrétt,
því þar er flestar tegundir hálendislandslags og -lífs
að finna.
Heimur,
2003. Á ferð um Ísland 2003.
Yfirgripsmesti
ókeypis ferðabæklingur um Ísland. Kaflinn um Fjallabak
er fjarri því að vera tæmandi en er betri en ekkert.
Bent er á nokkra þjónustuaðila og farið fáum orðum um
ferðalög í óbyggðum.
Heimur,
2003. Around Iceland 2003.
This
is THE Iceland-brochure and it´s free. The wole country
in 200 pages doesn´t give each spot much space. So
is it with the Fjallabak area. But some phonenumbers
and very brief descriptions you can find there.
Heimur,
2003. Rund um Island 2003.
Dies
ist der ausführlichste kostenlose Reiseführer in Island.
Wo so viel gibt, gibt es auch von jedem wenig. Die
Auskünfte über das Fjallabak-gebiet reichen kaum um
eine Vorstellung zu bilden. Einige Fakten über Dienstleistungen
und Hochlandfahrerei kann man lesen.
Helgi
M. Sigurðsson, 2002. Vatnsaflsvirkjanir á Íslandi.
Tölulegar
upplýsingar, saga, ljósmyndir og kort um vatnsaflsvirkjanir
á Íslandi sem tengdar eru almenningsrafveitum, þ.á m.
um þær virkjanir sem eru á jöðrum Landmannaafréttar,
í Tungnaá og Þjórsá. Skírt og aðgengilegt.
Hjálmar
R. Bárðarson, 1986. Fuglar Íslands.
Ég
hef ekki enn fundið neitt rit sem fjallar eingöngu um
fuglana á Fjallabakssvæðinu, en í þessari bók fer umfjöllun
um fugla eftir tegundum lands. Það eru til fleiri tegundir
fugla á nefndu svæði en þeir sem taldir eru til í kaflanum
um hálendið.
Hægt
er að skoða fuglakaflann
á heimasíðu þessari
og nota svo efnisatriðaskrá þessarar eða einhverrar
annarrar fuglabókar til að fræðast nánar um viðkomandi
fugl.
Hjálmar
R. Bárðarson, 1999. Íslenskur gróður.
Ég
hef ekki enn fundið neitt rit sem fjallar eingöngu um
gróðurinn á Fjallabakssvæðinu, en í þessari bók fer
umfjöllun um gróður eftir tegundum lands.
Kaflinn um fjallagróður segir þó ekki alla söguna.
Ég vil líka benda á kaflana um fléttur og mosa, mela
og sanda, snjódældir og um votlendi. Í raun er landslagið
á Landmannaafrétti og nágrenni svo fjölbreytilegt að
flestar tegundir gróðursvæða finnast þar einhversstaðar.
Upptalning
á gróðurtegundum í Landmannalaugum er í hefti Ferðafélagsins
um gönguleiðir að Fjallabaki, stýrt af Guðjóni Ó. Magnússyni
og ritað af Eyþóri Einarssyni. Þá upptalningu má svo
bera saman við "Íslenska flóru" með litmyndum,
eftir Ágúst H. Bjarnason og Eggert Pétursson.
Hlynur
Óskarsson, 1987. Friðland að Fjallabaki.
Úttekt á ástandi þess og áhrifum ferðamennsku.
Ingólfur
Einarsson, 1979. Landmannaafréttur.
Sunnlenskar Byggðir V, bls 140-147. Búnaðarsamband SuðurlandsV, 1987. 6 blaðsíðna
samantekt á svæðinu, einkum um legu þess, örnefni og
sögu. Þetta er sjónarhorn heimamanns. Sagan fjallar
einkum um smalamennsku og landlýsingin að miklu leiti
um það hversu gróið eða gróðurvana landið sé. |
Kjartan
P. Sigurðsson,1999. Íslenskir ofurjeppar á fjöllum
-
Icelandic Super Jeep Safari. Kristján
Sæmundsson, 1988. Jarðfræðiþáttur um Torfajökulsöræfi. Árbók
Ferðafélags Íslands 1988. |
Leifur Þorsteinsson
og Guðjón Ó. Magnússon, 2002.
Laugavegurinn. Gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Fræðslurit Ferðafélags Íslands
11. Dæmigert
göngumanns gagn: lítið og létt rit sem fer vel í vasa
og inniheldur kort, þó ekki séu þau nákvæm. Hagnýtar
upplýsingar um vega- og tímalengdir.
Meginatriði um undirbúning ferðar og nokkur fróðleikskorn
um umhverfið, þó varla græði sagnfræðingar, jarðfræðingar og
líffræðingar mikið á þeim. |
Leifur Þorsteinsson
og Guðjón Ó. Magnússon, 2002.
The Laugavegur Hiking Trail. Fræðslurit Ferðafélags Íslands. This
is a description of Icelands most popular hiking trail
and some shorter trails connected to it. About one third
of it lies within the area described on
this homesite
It´s
a mixture of practical informations for the walker (distances,
equipments etc.) and some brief descriptions of the surroundings.
Small and light for the pocket. Rough maps demonstrate
the trails. |
Nature
Conservation Agency, 1985. Fjallabak Nature Reserve. This
is unfortunately not more available, but there has been
made a new one, with less quality. If you are so lucky,
still to have this "Fjallabak in a nutshell"-brochure,
please notice, that some informations are altered, exspecially
the one about the campground at Sólvangur. There
is no camping allowed there anymore. |
Nature
Conservation Agency, 2002. Fjallabak Nature Reserve. This
is one out of few literatures available in english about
the Fjallabak-area (published in Iceland). It´s a typical "-in
a nutshell"-booklett, but unfortunately some informations
have not been renewed since 1985 (changes in animal-life
and geological thesis). The pictueres are nice but the maps are bad. Don´t
use them. |
Náttúruvernd
ríkisins, 2002. Friðland að Fjallabaki. Þessi
bæklingur er endurútgáfa bæklings sem Náttúruverndarráð gaf út árið 1985. Lesmálið var
stytt nokkuð en það gleymdist að mestu leyti að gá hvort
eitthvað hafi breyst. Titillinn á stofnuninni
er annar og sem betur fer er ekki lengur gert ráð fyrir
tjöldun á Sólvangi. Áhersla á góða umgengni hefur, góðu
heilli, verið aukin, en að öðru leiti er þessi nýji bæklingur
frekar úreltur. Flottar
ljósmyndir, sumar með takmarkað og /eða villandi heimildagildi,
hafa tekið við miklu af hinu litla plássi. Textinn í þeim
gamla myndaði betri heild. Kortin
fá sína umfjöllun í kaflanum um kort, en ef ekki væri þeirra
vegna, þá væri þessi bæklingur líklega besti kosturinn
fyrir þá sem vilja fá hraðsoðnar upplýsingar um svæðið. |
Náttúruverndarráð,
1985. Friðland að Fjallabaki. Þó að þessi
litli bæklingur sé kominn við aldur, er hann líklega
notadrýgsta, samaþjappaða upplýsingarit sem gert hefur
verið um svæðið (sjá þó umfjöllun um "Gönguleiðir
að Fjallabaki"). Eftir því sem
pláss leyfir, er gefin upp mynd í grófum dráttum um jarðfræði,
veðurfar, lífríki (gróður, fiska og fugla) auk þess sem
tæpt er á sögu landnytja (búfjárbeit og göngur, silungsveiðar
og ferðamennska) Minnst er á samgöngur, friðlýsinguna
og umgengnisreglur. Að vissu
marki er þessi bæklingur fyrirmynd að heimasíðu þessari. Hann
er nú óvíða að finna eftir að nýji bæklingurinn kom út. Þeim sem eiga hann er bent á að sumt er orðið úrelt,
og þá einkum upplýsingar um tjaldstæði við Sólvang. Þar má ekki
lengur tjalda. Helmingur bæklingsins er kort, en
um það er fjallað í kaflanum um kort. |
Ómar
Smári Kristinsson, 2000.
Hegðun í akstri á hálendi Íslands.
Þó þetta
rit fjalli ekki sérstaklega um Fjallabakssvæðið, þá er það svæði
minn reynsluheimur og nær allt sem í heftinu stendur, á við um það.
Þetta
er hálfgerður áróðurspési, þar sem ég er að reyna að benda á það sem
betur má fara í hálendisumferðinni og vara við þeim fjölmörgu
hættum sem þar leynast.
Ég reyni að höfða til almennrar skynsemi og siðferðiskenndar
og með teikningum kannski aðeins til húmorsins.
Þetta rit fékkst hvergi útgefið, en þeir sem vilja
kynnast því, geta skoðað það í Landmannalaugum á sumrin
, haft samband við höfunda þessarar
heimasíðu eða sækja það sem Word-skjal hér.
93kb 72kb
|
Páll Ásgeir Ásgeirsson,
1994. Gönguleiðir. |
Páll Ásgeir Ásgeirsson,
2001. Hálendishandbókin - ökuleiðir, gönguleiðir og áfangastaðir á hálendi Íslands. Svo
yfirgripsmikið verk sem titillinn lofar, tekst ágætlega
miðað við að þetta skuli að mestu vera eins manns verk.
Það er samt ekki alveg villulaust. Það á engu að síður
erindi til þeirra sem eru að uppgötva hálendið. Mikið af efni
bókarinnar fjallar um leiðirnar á Fjallabakssvæðinu og allt í kringum það. Ég,
innlyksa á Landmannaafrétti,
hef notað hana til að víkka út sjóndeildarhring minn. Páll Ásgeir
er greinilega jeppadellukall, eins og svo margir aðrir,
og er sjónarhorn hans, úr bílstjórasætinu, eflaust gagnlegur
og skiljanlegur mörgum. En hann hefur líka gengið víða
og eru kaflabrot hans um gönguleiðir ekkert verri en
sambærilegir textar í gönguferðabókum. Myndefnið er soldið pirrandi, að mínu mati: alltof
mikill magentalitur og jeppadýrkun, landakortin eru í of litlum
litaskala (auk þess að vera ekki nákvæm) og ekki er gerður
greinarmunur á auðveldum og erfiðum leiðum. Til þess þarf
að lesa textann. |
Páll
Jónsson, 1952. Sæluhúsið í Landmannalaugum. Árbók
Ferðafélags Íslands 1952. Stutt
sögulegt yfirlit um það sem í titlinum felst (um forvera
núverandi skála), auk smá umhverfislýsingar. |
Pálmi
Hannesson, 1933. Leiðir að Fjallabaki. Árbók Ferðafélags Íslands
1933. Skemmtileg
og fróðleg lesning um íslenskan túrista fyrir 70 árum. Hann
fór ríðandi milli byggða og lýsir ferð sinni á rúmum
50 blaðsíðum. Þar koma fram bæði hans eigin upplifanir
og ýmis þekkingarbrot. Eftirfarandi
textabrot gefur e.t.v. hugmynd um stílinn:
"Hana, þar urðum við aftur
heimspekilegir. Slíkt er ekki nema mannlegt á Landmannaleið. En
við skulum nú halda áfram, því að Hánípufit bíður eftir
okkur, skammt framundan, og þar er nóg gras og vatn eins
og í Hebron."
Eftir erilssaman dag á landsins fjölfarnasta hálendisstað,
getur verið gaman að lesa svona ferðasögu um sönn öræfi. |
Der
Reichsnaturschutz, 1985. Naturschutzgebiet Fjallabak. Eine
nutzliche Kurzfassung der Themen Naturschutzgebiet Fjallabak,
Geologie, Klima, Vegetation, Leben in Seen und Flüssen,
Vögel und ein kurzes geschichtliches Überblick. Auf
der anderen Seite befindet sich eine Landkarte. Diese
Ausgabe ist leider Vergriffen, aber im Laden in Landmannalaugar
befinden sich die lezten Eksemplaren. Einige Ausgaben
sind schon veraltert, z.B. was den Kampingdienst an Sólvangur
betrifft. Dort ist jezt das Zeltaufbauen verboten. Eine
neue Version dieser Brochure erschien im Jahr 2002, aber
leider von schlechterer Qualität. |
Der
Reichsnaturschutz, 2002. Naturschutzgebiet Fjallabak. Eine
nutzliche Kurzfassung der Themen Naturschutzgebiet Fjallabak,
Geologie, Klima, Vegetation, Leben in Seen und Flüssen,
Vögel, Anfahrt, Bergwanderungen und Verhaltensregeln. Manche
Informationen sind schon etwas veraltert. Der Text is
im Grunde genommen noch kürzer als im alten Broschure
aber dafür gibt es jetzt schöne Farbbilder. Die
Landkarten sind von schlechter Qualität und sollten nicht
verwendet werden. |
Sabine
Barth und Páll Ásgeir Ásgeirsson, 2002. Vier Wanderrouten
in Island
|
Samráðsnefnd
um Friðland að Fjallabaki og Skipulag Ríkisins, 1994. Fjallabakssvæðið,
stefnumörkun í byggingar- og skipulagsmálum 1993-2003. Titillinn
segir til um innihaldið. Þetta verk fjallar um mannanna
verk og hagsmuni og reynt er að hafa yfirsýn og skipulag á hlutunum. Almenn
staðháttalýsing fylgir með (að hluta til sú sama og í bæklingi
Náttúruverndarinnar um friðlandið og í "Gönguleiðum
að Fjallabaki"). Þessar
upplýsingar eru margar hverjar orðnar úreltar (eða náðu
aldrei fram að ganga, sbr. sorglega bjartsýnan kafla
um fræðslumál) en verið er að vinna að nýrri svona skýrslu. Fjallabakssvæðið sem
hér er til umfjöllunar teygir sig lengra til suðurs en það sem
fjallað er um á þessari heimasíðu. Þetta er ekki bara Landmannaafréttur. Í þessari
skýrslu er ítarlegar fjallað um svæðið en í skýrslu Umhverfisráðuneytis
og Skipulagsstofununar um miðhálendið. |
Trausti
Valsson, 2000. Vegakerfið og ferðamálin Bók
stútfull af spennandi pælingum og kortum (stundum
kannski tengdara teikniborðum en veruleika) um vegakerfið og
ferðamálin. Margar þessara hugmynda lúta að hálendinu
og þó að Sprengisandur sé höfundi hugleiknastur, þá snertir það mál
einnig samgöngur á Fjallabakssvæðinu . |
Umhverfisráðuneytið og
Skipulagsstofnun, 1999.
Miðhálendi Íslands. Svæðisskipulag 2015. Greinargerð.
Yfirgripsmesta
rit í heimi, þar sem fjallað er um allar tegundir skipulags
og stjórnsýslu á hálendinu.
Því er skipt upp í svæði á skýringarkortum.
Þar er hægt að bera Fjallabakssvæðið saman við aðra
hálendisstaði. Sem dæmi má nefna hagsmunaárekstra orkuvinnslu
og náttúruverndar, takmarkanir á beitarnotum vegna jarðvegsrofs,
rannsóknir á gróðurfari, mat á fjölbreytni og sérstæðni náttúrufars,
umferðarþunga jeppa og dreifingu ferðamanna, jarðhita, vatnsorku, þjóðminjasvæði,
gróður, vötn, fuglalíf, jarðmyndun, landslag. Síðan
er skýrslunni skipt upp í lesmálskafla, eftir sýslum. Rangárvallasýslukaflinn
fjallar eðlilega að stórum hluta um Fjallabakssvæðið. Til
að gefa hugmynd um fjölbreytni umfjöllunarefnisins, þá birti ég
hér heiti yfirkaflanna (sem flestir hafa fjölda undirkafla): Megindrættir í landnotkun,
verndarflokkar, hefðbundnar nytjar og landgræðsla, orkuvinnsla,
samgöngur, ferðamál, byggingarmál. Eins
og gefur að skilja, þá er ekki mikið pláss fyrir smáatriði
og fagurfræðilegar vangaveltur í svona greinargerð. Það er
kannski ekki heldur í skýrslu Samráðsnefndar um Friðland
að Fjallabaki og Skipulags ríkisins, en hún er þó ítarlegri
um Fjallabakssvæðið (og úreltari). |
Páll Ásgeir Ásgeirsson,
2004. Hálendishandbókin - ökuleiðir,
gönguleiðir og áfangastaðir á hálendi Íslands.
Þetta er endurútgáfa af bók
Páls Ásgeirs frá 2001. Eitthvað er
búið að fækka villum og bæta
myndgæði og myndefnið er ekki alveg eins
mikið af jeppum að keyra yfir ár. En
aðal breytingin felst í uppsetningunni á lesefninu. Þar
er leiðum fylgt á mjög hnitmiðaðan
hátt og skýr tákn notuð eftir því hverskonar
vegi er lýst eða hvort fjallað er um gönguleiðir
eða ákveðna staði. Geisladiskur
fylgir með. Þetta er ekki gallalaus bók,
fremur en búast má við af svo umfangsmiklu
eins manns verki en lifandi stíll hennar og fræðandi
texti hefur margoft kveikt hjá mé ferðaþrá. Samt
get ég ekki stillt mig um að hneykslast á því að höfundur,
sem gefur sig út fyrir að vilja vernda íslenska
náttúru, skuli birta mynd af jeppum sem hafa
hringspólað freklega á sandi, gagnrýnislaust,
sem hverja aðra ferðalagsmynd.
|
Ari Trausti Guðmundsson
og Pétur Þorleifsson, 2004. Íslensk
fjöll - gönguleiðir á 151 tind.
Þetta er lítið annað en endurútgáfa
með 50 fjalla viðbót á bók þeirra
félaga frá 1999, "Fólk á fjöllum - gönguleiðir á 101
tind". Rauðufossafjöll og Háskerðingur
bætast við Brennisteinsöldu, Heklu, Löðmund
og Valahnúka, sem fjallað var um í fyrri
bókinni. Þegar ég ber saman þekkingu
mína á þessum fjöllum og gönguleiðalýsinguna í bókinni, þá ætla ég
ekki að nota þessa bók þegar ég
fer að ganga á hin fjöllin.
|
Jón Gauti Jónsson,
2004. Gengið um óbyggðir - Handbók
fyrir útivistarfólk
Loksins, samankominn á einn stað allur helsti
sá fróðleikur sem labbarar á fjöllum þurfa
að vita. Tveir ungir menn dánir með stuttu
millibili í nágrenni Landmannalauga, alveg
að óþörfu - hvað er annað hægt
en að fagna þessu riti. Það er
satt sem Jón Gauti skrifar, að ekki séu
allir sammála um allt í fjallamennskunni,
en það sem að mér snýr, leikmanni í faginu, þá er
hér skrifað af almennri skynsemi. Til
að auka á breiddina og sjónarhornin, þá hefur
Jón Gauti fengið nokkra fagmenn til að skrifa
kafla í bókinni. Eins og gengur með vel
skipulagðar bækur, þá segir efniyfirlitið mikið um það sem
væntir lesandans. Kaflarnir heita: Í ferðahugleiðingum,
Hverju skal klæðast, Útbúnaður í bakpokanum,
Líkamlegur grunnur, Fjallaeldhúsið, Þverun
straumvatna, Álag óhöpp og ofkæling, Þak
yfir höfuðið, dagur á göngu, Veðurlag á fjöllum,
Að rata rétta leið og Vetrarferðir og
aðrir ferðamátar. Ekki er fjallað neitt
sérstaklega um Landmannalaugar eða Landmannaafrétt í bókinni
en eins og gengur, þá slæðast nokkrar
myndir með af því fallaga svæði
(ég er með á einni þeirra). |
|
|