Landmannalaugar.info Google

 Landmannaafréttur 
Staðhættir
Veðurfar
Saga landsins
Saga lífsins:
Gróður
Fuglar
Fiskar
Spendýr
Saga mannsins
Ferðamál:
Friðlandað Fjallabaki
Umgengni
Aðstaða
Innkaup
Gisting
Samgöngur
Akstursleiðir
Gönguleiðir
Reiðleiðir
Hjólreiðar

Saga landsins


Ísland er að gliðna í sundur.  Þar sem gliðnunin verður koma upp hraun og gjóska og mynda nýja jörð. 
Landmannaafréttur er á slíku sprungusvæði.  Staðsetningin er flókin og spennandi, því akkúrat þarna mætast ein helstu gosbelti landsins. 

Annars vegar eystra rek-og gosbeltið (með þóleiískri basaltkviku) og hinsvegar Suðurlandsgosbeltið (allskyns bergtegundir úr s.k. milliröð, mest af því súrt).  Fyrrnefnda gosbeltið virðist vera að þrengja sér inn í það síðarnefnda.  Það (þ.e. eystra rek-og gosbeltið) hefur ríkjandi norðaustur-suðvestur stefnu, rétt eins og flest fjöllin á norðanverðum afréttinum. 

Lega fjallanna sunanntil er mun flóknari.  Þó að norðaustur-suðvesturstefnan sé að gera sig þar heimankomna, þá ber ennþá meira á hring-, eða sporöskjulaga uppröðun.  Þarna er mikil eldstöð, Torfajökulskerfið, en nú er talið víst að miðja þess sé gríðarleg askja (18 km löng og 12 km breið) og að innan hennar sé önnur askja yngri (450.000 - 600.000 þús. ára). Í Torfajökulskerfinu hafa fjöll verið að myndast með ýmsum hætti í gegnum tíðina, einkum á ísöld.  Þá gaus undir jökli.  Stundum náði hraunið að hlaðast svo hátt að það náði upp úr ísnum.  Þannig urðu til fjöllin sem eru flöt í toppinn (Kirkjufell, Rauðufossafjöll). 

Á síðasta kuldaskeiðinu var mest um að vera.  Þá mynduðust m.a. móbergsfjöllin Löðmundur og Mógilshöfðar og líparítfjöllin Bláhnúkur og Brennisteinsalda.  Hvergi á landinu er jafn mikið af líparíti og á þessum slóðum. 
Einnig er þarna eitt mesta jarðhitasvæði landsins, eins og mikill fjöldi hvera gefur til kynna, enda er stutt niður í kvikuna.  Þó að jarðskorpan í Torfajökulskerfinu sé þunn, þá hafa seinni tíma jarðmyndanir fremur tengst eystra rek-og gosbeltinu, þeim hluta sem kallast Veiðivatnarein og er innan Bárðarbungukerfisins. 

Það á við um þrjú nýjustu stórumbrotin.
Í því fyrsta, á 1. öld e.kr, varð til hið súra Dómadalshraun.

Önnur kallast Vatnaaldnaeldar, eftir Vatnaöldum hjá Veiðivötnum.  Þetta gerðist á 9. öld.  Þá myndaðist Bláhylur (Hnausapollur) í stuttu sprengivirku þeytigosi.  En þá rann einnig hið súra Hrafntinnuhraun inni á miðju Torfajökulskerfinu

Þriðju stórumbrotin voru Veiðivatnaeldar, á 15. öld.  Þá myndaðist Ljótipollur í snörpu basalt-þeytigosi.  Suður af honum flóðu einnig mörg hraun.  Þá myndaðist Laugahraunið (rýólít), Norðurnámshraun (ísúrt andesíthraun, blandað basalti), Námshraun (dasít) og Frostastaðahraun

Auk fjalla og hrauna eru sandar og aurar drjúgur hluti landslagsins.  Nýlegur og mjúkur efniviður fjallanna berst auðveldlega með vatni og myndar aura og uppfyllingar.  Þetta útskýrir slétta dali innan um sundurskorin fjöll.  Sandarnir eru bæði agnir sem vatn og vindur hefur nagað úr fjöllum og ekki síður gjóskuefni.  Mikið af þeim kom t.d. úr umbrotunum sem mynduðu Ljótapoll og hraunin á 15. öld. 

 

 

 

 
   Nína Ivanova & Ómar Smári Kristinsson © 2003—2011

last updated - 01.10.2011