|
|
|
|
|
|
|
Hér
snýst allt um Landmannalaugar og Landmannaafrétt,
sem eru með vinsælustu
og fallegustu svæðum landsins, ef ekki alls heimsins. Varúð, upplýsingarnar á ţessari síðu eru byggðar á persónulegri
getu, smekk og reynslu höfunda hennar. Þetta er ekki löggilt fræðimannaverk en höfundarnir hafa samt mikla
getu, góðan smekk og víðtæka reynslu. Nokkrar
heimildir: hér. Innihaldiðbreytist stöðugt til batnaðar. Athugasemdir?
|
|
|
|
|
|
|
Maí 2005
Áfangagil
Færð og tíðarfar
Vöruframboð í Fjallafangsrútunni
Gas(vanda)mál
Landmannalaugar - kort fyrir göngufólk -
ný útgáfa - 2005
Heimasíðuhorfur
Skála- og landverðir
Almenningssamgöngur
Veiðivarsla
Hanomag
meeting in Landmannnalaugar
|
Áfangagil
Gistirými í Áfangagili er orðið uppbókað í nokkrar
vikur í sumar. Þetta er augljóst dæmi um það hve ásóknin í ferðir á hálendinu
er orðin mikil. Staðurinn er fallegur og friðsæll en hefur hingað til
ekki verið í alfaraleið fjöldatúrismans. Í fyrsta
skipti í sögu staðarins verður, nú í sumar, höfð þar
skálavarsla. Meðlimir Áfanga (svo heitir félagið sem
stendur að gistiþjónustunni), hafa orðið sér úti
um færanlegt húsnæði sem þeir búa í, meðan á vertíðinni
stendur. Þeir sem ætla að gista í Áfangagili í sumar þurfa
greinilega að fara að gera ráðstafanir. Síminn hjá Áföngum
er 845 9500.
|
Færð og tíðarfar
Nú seinnipart apríl er orðið ófært inn í Laugar
vegna krapa og leysinga og leiðum þangað hefur verið lokað. Búist
er við að leiðin þangað, frá Sigöldu, verði opnuð vart
seinna en í fyrra, þ.e. snemma í maí. Varla þarf að taka
fram mikilvægi þess að umferðarbannið sé virt. |
Vöruframboð í Fjallafangsrútunni
Það verður í megindráttum boðið upp á sömu
vörur, verð og þjónustu í verslun okkar eins og tvö síðustu
sumur. Úrval af heilsuvörum verður aukið, einkum á helstu soja-vörum. Það er
allt útlit fyrir að gasmál verði í góðum málum
hjá okkur og öðrum landsmönnum þetta sumarið. Minjagripir
eru ekki á dagskránni, nema þeir séu hagnýtir, eins og
margur góður lopavarningur og póstkort. Þó viljum við með stolti
kynna til sögunnar loðsilunga sem listamaðurinn Marian Edna Gierman hannaði
og framleiddi sérstaklega fyrir þessa verslun. Þeir verða vart fleiri
en tíu talsins, hvergi annarsstaðar fáanlegir, þæfðir úr íslenskri
ull. Kaffi, te og kakó er það eina sem við bjóðum upp á heitt.
Upplýsingar veitum við fúslega eftir því sem við höfum
vit á og tíma til. Veiðileyfi seljum við áfram og höfum
ekki enn heyrt annað en að þau haldi áfram að vera ódýr.
|
Gas(vanda)mál
Loksins lítur út fyrir að hið pínlega vandamál gasskortur, ætli
að verða úr sögunni. Nýjustu fregnir herma að nóg verði
til af bláu einnota Campinggaz kútunum sem skort hefur undanfarin síðsumur
og orsakað margan kuldann og hungrið. Bílanaust hefur tekið við innflutningi
og dreyfingu á þessum varningi og er það einlæg ósk okkar
og annarra sem að ferðaþjónustu standa, að þeir standi sig
betur en olíufélögin gerðu. Fjallafang er strax búið að leggja
inn stóra pöntun. |
Landmannalaugar - kort fyrir göngufólk - ný útgáfa Í fyrra gáfum við út göngukort fyrir Landmannalaugasvæðið. Það nýttist
fólki ágætlega og seldist þokkalega vel. Það var ekki
síst leiðalýsingum á fjórum tungumálum að þakka.
Kortið er strax orðið úrelt, því gerður var munur á merktum
og ómerktum gönguleiðum, en í fyrrasumar var einmitt stikaður
hellingur af leiðum. Því gefum við út nýtt kort þetta árið.
Reyndar eru það tvö kort - annað með yfirborðslitum og skyggingum,
eins og í fyrra, en hitt með litabreytingum eftir hæð yfir sjávarmáli.
Mörgum gengur betur að rata eftir slíku korti. Nú hefur fólk
val. Fyrir vikið er blaðið helmingi stærra, þar sem kortin eru
tvö, en þá gafst um leið pláss til að stækka stafina,
svo að textinn yrði læsilegri. Ýmsar fleiri breytingar voru gerðar,
svo auka mætti læsileika og upplýsingagildi. Því miður
verður ekki komist hjá því að selja þetta kort á eitthvað hærra
verði en litla kortið í fyrra.
up
|
Heimasíðuhorfur
Eins og venjulega, þá þýðir ekkert að senda okkur tölvupóst á sumrin, því þá erum
við ekki nettengd. Undanfarin vor höfum við bent fólki á að bíða
með það fram á haustin. Nú getum við engu lofað, því haustið verður
tími annríkis. Við erum að flytja í eigið húsnæði. Það eitt
að innrétta tölvuaðstöðu tekur sinn tíma. Við þurfum
að fara að hugsa um atvinnu og peninga, eins og venjulegt fólk, auk þess
sem sífellt fleiri uppgötva teikni- og hönnunarhæfileika okkar.
Allt þetta kemur til með að bitna á heimasíðunni. Það er
miður að því leiti að farin var af stað mikil vinna við tvo
nýja kafla, þar sem fleiri lögðu hönd á plóginn
en við ein. Það er leiðinlegt ef hugsjónarík sjálfboðavinna
fer í súginn. Annar kaflinn er atburðalisti í tímaröð yfir
allt það helsta sem gerst hefur á afréttinum. Hinn kaflinn er
tilraun til að grafast fyrir um uppruna sem flestra örnefna svæðisins.
Við verðum bara að vona að sú tíð komi að aftur
vinnist tími til að halda þessu verki áfram. Við þökkum öllum
sem lögðu okkur lið og viljum þar sérstaklega nefna Olgeir Engilbertsson
fjallferðamann til nokkurra áratuga, Hauk Jóhannesson jarðfræðing
og fyrrverandi forseta Ferðafélags Íslands og starfsfólk Örnefnastofnunar.
|
Skála- og landverðir
Við höfum ekki fengið neinar áreiðanlegar heimildir um það hverjir
verði skálaverðir í Landmannalaugum í sumar. Reyndar höfum
við heyrt nöfn gamalla vinkvenna nefnd, rétt til að auka okkur bjartsýni.
Sama með landvörðinn. Helgi Hjörleifsson, sem var orðinn fastari
hluti friðlandsins en steinarnir þar, færir sig örlítið um
set. Hann og eiginkona hans, María Jónsdóttir, fyrrverandi Hrafntinnuskers-
og Landmannalaugaskálaverja hafa fengið ást á staðnum sem þau
giftu sig á og ætla að vinna þar í sumar. Það er
Landmannahellir. Í Áfangagili verður skálavarsla í fyrsta
sinn í sögu staðarins og ætla staðarhaldarar að skiptast á um
að sitja yfir.
|
Almenningssamgöngur
Austurleið-Kynnisferðir byrjar með áætlunarferðir sínar
frá Reykjavík til Landmannalauga þann 10. júní. Búið er
að gefa út bækling þar sem allar rútusamgöngur landsins
gefur að líta á einni skíringarmynd.
|
Veiðivarsla
Hert veiðieftirlit við vötn á Landmannaafrétti, sunnan Tungnaár,
skilaði góðum árangri í fyrra. Því verður
haldið áfram og eru það sömu aðilarnir sem sjá um
starfið, þau Kata og Nils í Fjallafiski. |
|
2.Hanomag
A-128 meeting. Landmannalaugar
Iceland. 15.-
17.July 2005
Info -www.islandhanomag.de
Günter Eisenhardt
|
|
|
|